Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1924, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.04.1924, Qupperneq 16
Ó2 LÆKNABLAÐIÐ H. Kriiger: Eine neue Behandlung der Hautangiome mit Kollodi- um, (Zeuntrabl. f. Chir., nr. 46—47 1923). K. hefir reynt collodium vi'S hú'öangiomum og gefist mjög vel. Hann fékk til meöferðar nýfætt barn, sem útsteypt var í angiomum, og voru þau stærstu á stærð við fingurriögl. Hann dreypti á þau collodium, og er það þornaði og drógst saman, minkaði blóðið í angiomunum, og þau minstu hurfu von bráðar. Hann lét foreldrana halda þessu áfram 2.—3. hvern dag, og eftir y2 ár voru öll angiomin horfin, og ör sáust engin. G. Th. Aðalbláber gegn njálg. Finskur læknir hrósar mjög aðalbláberjum (vaccinium mvrtillum) gegn njálgi (sjá Norsk Mag. f. lægevidenskaben, Juni 1923). Það væri sannarlega gaman, ef ekki þyrfti annað en að segja krökk- unum að fara i berjamó til að losna við ófögnuðinn. Á Finnlandi er mikið af aðalbláberjum. Þess vegna getur Nyberg staðið sig við að ordinera y2 litra í einu 3—4 sinnum á dag fyrsta daginn og síðan í nokkra daga á eftir eina máltíð eingöngu aðallriáþer. Hver veit nema vanaleg Ijláber (vace. uliginosum) dugi eins vel, og kæmi það sér vel fyrir okkur. Og eins skyldi maður halda, að þurkuð ber væru eins góð og fersk. Um það fræðir Nyberg okkur ekki, og get eg þess til af þessu, sem eg áður gat um, að svo mikið fæst af aðalblá- berjunum hjá Finnum. Það væri reynandi að nota bláberjasýru úr vanalegum, þurkuðum blá- berjum, meðan við höfum ekki annað betra. Nyberg tekur það fram, sem skiljanlegt er, að nauðsynlegt sé að við- hafa hreinlæti, — handaþvott á undan mat, verka undan nöglum, — vera í brók á nóttunni, sápuþvo endaþarminn o. fl. Allir þekkjum við hve örðugt er aö lækna njálg. Einkarfróðlegar þóttu mér tilraunir barnalæknisins H eubner s, sem lesa mátti í fyrra í ýmsum tímaritum, þar sem hann, vesalings gamli maðurinn, reyndi hið ýtrasta að losa sjálfan sig við þennan árans kvilla, með aliri vísindalegri nákvæmni, og þó tókst honum þaö ekki nema illa. Stgr. Matth. A. T. Pitts: The palliative treatment of toothache. Sjúklingar leita oft hjálpar almennra lækna við tannpínu, því ekki er ætíð hægt að leita tann- læknis. Til þess að geta hjálpað, er nauðsynleg þekking á pathologi tann- sjúkdóma. Tannpínu fá menn af bólgu, sem annaðhvort er í pulpa (oft ranglega nefnd ,.nervinn“), þ. e. a. s. pulpitis, eða af bólgu í periost tann- arinnar, periodontitis. Pulpitis orsakast venjulega af caries. Pulpa, sem er rik af tauga- þráðum og blóðrík, liggur í holrúmi, er ekki lætur undan við bólgu, og er ]i>vi skiljanleg tannpínan og gangræn, sem oft verður við pulpitis. Verk- urinn oft í sárum kviðum, og er pulpa afskaplega viðkvæm, ef hún ligg- ur ber. Síðar vill kvölina oft leggja út í aðrar tennur og þarf stundum aðgæslu til þess að finna með vissu þá tönn, sem orsakar tannpínuna. P e r i d o n t iti s. Periost klæðir tannrótina og alveolus og festir tönn- ina í kjálkanum; tennur eru ætíð örlitið hreyfanlegar, vegna teygju í peri- ost og reynast þær þvi minna, þegar tuggið er. Við periodontitis orsakar hyperæmi, að tönnin lyftist lítiö eitt, enda kenna sjúklingar sárinda, þeg-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.