Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 5i mjög ófullkomlega rannsakaS mál. Vér getum búist við því, aS fá lúsa- tyfus til landsins hvenær sem er. Hann stingur sér alt af niöur annaö slagiö um alla Evrópu, og geysar oft sem drepsótt, t. d. á ófriöarárunum, og síöar hér í Þýskalandi. Komi hann til landsins, er stórkostlegur háski búinn. Þaö þarf færri lýs til, en eru heima, svo aö ekki fáist viö neitt ráöið, nema meö viðbúnaði, sem við erum varla færir um að veita. Engri veiki er eins öröugt að verja sig fyrir og lúsatyíus; inflúensa, pest, bóla o. s. frv., eru miklu hættuminni, enda hafa læknar og vísindamenn, sem fengist hafa viö veikina, hruniö niður. Richett, sem fann þessa sóttkveikju, varö henni aö bráö. Eg vil nú ekki eyöa fleiri oröum aö þessari hliö málsins, en snúa mér að því, sem er mergur þess, hvað gera skuli til útrýmingar óþrifunum. Eins og baráttunni gegn flestum sjúkdómum, má skifta baráttunni gegn óþrifum í tvent, liina individuellu og hina sócíölu baráttu. Læknirinn berst hinni individuellu, heilsufræðingurinn hinni sócíölu. Báöar eru jafn þýðingarmiklar, og önnur er einskis nýt, án þess að hin sé með. Hin individuella barátta er þá aö lækna hina sjúku. Kunnugt er sjálfsagt lækn- um um aðferðir til að lækna pediculosis. Vil eg þó minnast dálítiö á þær, sérstaklega eitt lúsameöal nýtt og ágætt, sem heitir Cuprex. Einfaldast og fyrirhafnarmjnst fyrir lækni væri aö senda sjúklinginn til 1 ú s a- h r e i n s u n a r s t ö ö v a r. Slík þarfastofnun er enn þá ekki til heima, ætti þó aö vera þar. Hefir annars landsspítalanefndin séö fyrir slikri stofnun viö landsspitalann tilvonandi? Ef ekki, finst mér hún þurfa að gera það. Á slíkri stofnun eru að minsta kosti 3 herbergi. I einu þeirra afklæöist sjúklingurinn; þá er baöherbergi, og sérstakt rúm til aö klæöa sig i. Öll föt hans eru látin í ofn, þar sem brennheitri gufu er hleypt á þau með miklum þrýstingi í y2 klukkustund. Sjúklingnum er boriö lúsa- meöal, t. d. cuprex eða sublimatedik i háriö og bundin gúmmíhetta yfir, eöa hetta úr pappir; má einnig notast við pappírspoka, ef sterkur er og heill. Öruggast er aö bera einnig lúsameöalið á allan likamann, því aö nit og lúsalirfur geta setiö á líkhárunum. Síöan er sjúkl. baöaður vandlega úr sápuvatni, en meðalið í hárinu látið verka % úr klst., og höfuöið síðan vandlega þvegiö og kembt. Aö visu má fara likt aö í heimahúsum. Ef ekki má sjóða föt, má geyma þau, eins og fyrr er sagt í 40 daga, eöa strjúka með pressujárni. Annars, ef menn vilja ekki taka þaö svona „radi- kalt“, má losna viö öll óþrif á skömmum tíma, bara með einföldum, al- gengum þrifnaöi, höfuöþvotti 2svar í viku, baöi 2svar á mánuöi, fata- skifti vikulega, í rúmum á hálfsmánaðar fresti. Mörg lúsameöul hafa menn notað og misjafnlega góð. Sum hafa reynst illa, ekki unnið á nitinni, og sum ekki veriö allskostar hættulaus, t. d. sublimatedik; má fara varlega meö það, ef kaun eru í höföi. Steinolía er gamalt húsmeðal; dugar oft, en er engan veginn einhlít. Hiö nýja meö- al, Cuprex, hefir alla kosti fyrri meðala, en fáa galla. Eins og nafnið bendir til, er Cuprex koparmeöal, koparsamband leyst upp í organiskum vökva. Þaö er annars „patent-præparat“, og nánari samsetning þess þekk- ist ekki. Koparsamböndin eru yfirleitt eitruð, vegna mikils affinitets til eggjahvítu, en geta ekki talist sérstaklega parasitotrop. Þetta meöal er ])ó undantekning aö því leyti, að það er ákaflega parasitotrop, en skaöar ekki frumur húöarinnar né hárin. Lyf þetta er notað viö allar tegundir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.