Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 6t aö nokkurn tíma sé rétt viS nephritis aö láta sjúkl. drekka mikiö. Sér- staklega er bjúgur contraindieatio, og n. acuta. Ef sjúkl. hefir bjúg, er síst ástæSa til að auka vessana, og við nephritis acuta eiga kirtlafrum- urnar í nýrunum erfitt með að hleypa vatninu í gegn. Höf. gerir mjög lítið úr gagnsemi diuretica; diurese konlist hvort eð er í gang jafnskjótt sem nýrnafrumurnar geti starfað, enda sé ekkert diureticum betra en sjálft þvagefnið (urea), en það er ætið í blóðinu og rekur á eftir nýr- unum. Heldur ekki telur höf. heppilegt, að sjúkl. fái alkalisk lyf við acid- osis, þótt slíkt sé reyndar notað til að bæta líðanina. M e ð f e r ð : Nephritis acuta. i. Rúmlega, heitur nærfatnaður, Calomel sem laxans. 2. Ekki láta sjúkl. drekka mikið; grjónaseyði eða mjög þunt te, en ekki meira en i liter á dag. 3. Kostur fyrstu dagana sem við venjulega acut sjúkdóma, mjólk, grjónaseyði og smurt lirauð. Bæta svo við jaröeplum og rjóma; síðar fiskur og (fugla)-lcjöt. Þegar vel gengur, ætti sjúkl. að komast á venju- legan kost eftir 6 eða 8 vikur. 4. Ef niikil oedemata, en lítil diuresis, skal sjúkl. gefið pulv. glycy- rhizæ eða cascara sagrada. Við verkjum í huppnum heitir bakstrar ca. klst. í senn. Ef oedemata eru mjög mikil, má nota pilocarpin, en ekki telur höf. það hættulaust; getur orsakað oedema pulmonum, og skal þá reynt atropin. Stundum líður sjúkl. betur eftir heitt bað. Við vatnssýki má stinga á pleura eða abdomen og ná vessa úr útlimum með Southey’s pípum (hætta á infection!). Sem ultimum refugium hefir verið reynd decapsulation á nýranu, en ekki hefir höf. trú á slíku. Við uppsölu tak- mörkun á vökvun eða alger fasta í einn eða tvo daga. Alkali-inntaka getur bætt líðanina. 5. Við uræmi og krampa ráðleggur höf. að taka blóð 5—600 grm. Hef- ir venjulega ágæta verkun. Nephritis c h r o n i c a. Sjúklingunum má skifta í tvo flokka, „the hydræmic type“ og „the azotæmic type“. Hjá þeim fyrri ber mest á oedema, erfiðleikum við að koma vatni og salti úr líkamanum; aftur á móti eru engir erfiðleikar á excretion þvagefnis og annara úrgangsefna við melting proteinefnanna; ætíö mikil eggjahvíta í þvaginu. Iijá síðari flokknum er öfugt ástatt, oft enginn bjúgur, en erfiðleikar á excretion þvagefnis. Séu mikil oedemata, en þvagefnis-excretion i lagi (prófa urea-con- centration blóðsins), ráðleggur höf. eindregið ríkuleg protein-efni i kost- inum og urea per os nokkra daga i senn. Bjúgur getur þá oft bráð-batnað. Höf. ræður frá heitum böðum ef hjartað er lúlað. Annars reynist hinn venjulegi protein-rýri nephritiskostur oft vel; þó vill höf. ráðleggja að gera tilraun með ríkulega eggjahvítu í matnum. Yfirleitt er nú á dög- um tilhrieiging í þá átt, að fyrirskipa ekki eins strangt fæði sem áður. Talið er aö hin algenga anæmia nýrnasjúkra stafi oft'af lélegum kosti. Höf. telur réttan diæt það, sem mest sé undir kornið. Brýnir fyrir lækn- um að leita að orsök til nephritis, svo sem tannabscess og tonsillitis chronica. G. Cl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.