Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1924, Blaðsíða 8
54 LÆKNABLAÐIÐ Lækningar með rauðu ljósi. Síöan hinn frægi landi vor, Níels Finsen, rannsakaöi lækningakraft ultrafjólubláu geisianna, hefir notkun þeirra fariö mjög í vöxt. Öllu minna þekt eru læknandi áhrif rauðu geislanna, en þau er auövelt aö veita sér með litlum tilkostnaöi. Þessar tvær tegundir geisla hafa gagnstæö áhrif, — eru anfagonistar. Ultrafjólubláu geislarnir hafa stutta öldulengd, þeir rauðu mikla. Þeir fyrnefndu hafa sefandi psychiskar verkanir, þeir síöar- nefndu örfandi. Öfug við þaö eru áhrifin á vefi líkamans. Þar verka ultra- fjólubláu geislarnir örfandi og ertandi, eins og sést á þeirri dermatitis, sem kemur við oí freka notkun þeirra. Rauöu geislarnir verka aítur á móti sefandi — antiphlogistiskt. Á þessu er lækningin með rauöu ljósi bygð. Þekkingin um áhrif þess er aldagömul. Jafnvel á miööldunum voru sjúklingar haföir í herbergj- um, þar sem rauð tjöld voru dregin fyrir gluggana, ef þeir þjáöust af þeim sjúkdómum, sem valda of miklum vessa og graftarmyndun í húðinni. Einkum var það gert viö mislinga og bólusótt. Síðar týndist þessi þekking. Finsen gerði þá uppgötvun, aö með systematiskri notkun rauðra geisla er hægt að þurka upp vessablöðrurnar viö bólusótt og koma þannig í veg fyrir, aö í þeim grafi. Sjúkdómurinn kemst að eins á stadium bullos- um, en girt er fyrir stadium suppurationis og þar meö myndun hinna ljótu og leiðu öra. Sömu heillavænlegu áhrifin hafa langöldugeislarnir — þ. e. rauöir geislar — viö mislinga og skarlatssóttar exanthemata, viö vot og graftrarkend útbrot, — við eczema bullosum og impetiginosum. Þar er komið að kjarna málsins. Geislun með rauðu ljósi á því við þá húösjúkdóma, er hér greinir: 1) Viö allar tegundir af votu eczemi, einkum eftir of stóran skamt af sólarljósi eða kvartslampaljósi. 2) Viö eczern, þar sem miklar blöðrur myndast, einkum þær tegundir, sem koma reglulega, svo sem vor- og sumar-eruptiones. 3) Við alla bólgusjúkdóma í skinni, þar sem pustulae eða suppuratio gerir vart við sig. Antibakteriella meðferö má nota jafnhliða. 4) Við öll exanthemata, en einkum við bólusótt. Viö þá veiki er rauða ljósið besta, einfaldasta og öruggasta meðalið til aö varna skemdum. 5) Við trichophytia, t. d. eczema marginatum og svkosis parasitaria. Þar sést það best, hve geislarnir verka djúpt, enda hefir ágætur árangur feng- ist af rauöu ljósi, við þá veiki á allra síðustu árum. Oft sést breyting ti! batnaðar, eftir eina geislun. Rauöa ljósiö má framleiða og tempra nákvæmlega meö nýuppfundnu áhaldi, „Neon lampanum", sem kendur er viö Gundelach. Sá lampi lætur frá sér fara rauða og gula geisla eingöngu, — langöldugeisla. En einnig má mæta vel nota venjulega, sterka rafmagnsperu meö rauöu gleri yfir, — eða jafnvel rauöu silki. Mig langar til að setja hér 3 amerískar sjúkrasögur, þótt eigi séu þær sem nákvæmastar: I. Mr. G., kaupma'öur, fær ööru hvoru mjög útbreitt vott eczem, sem hamlar hon- lim frá vinnu, vegna þess að hann vill ekki sýna sig úti. Oft fcngið allskonar smyrsl

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.