Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ ii/ Thyreoidectomiur var þar einnig margar aö sjá. Sögöu þeir mér. aö á síðustu 16 mánuöum hefðu veriö framdar hátt á 3. þúsund slík- ar óperatíonir. Strúma er aö verða algengt í Bandaríkjunum. Varö eg var viö margar konur með þeim lýta-sjúkdómi hér og hvar á leiö minni. Jiinnig meðal landa. Og liarst oft i tal við mig hver ráð væru gegn þeirri landplágu. Sumstaðar hefir veriö reynt aö setja lítið eitt af joð- joökaliúm i vatnsveitur stórbæjanna. En sumstaðar er alment ráölagt aö nota matarsaltiö lítiö eitt joðblaúdaö við máltíðir. Þykir ])ó vafa- samt, hvort þetta hjálpi. Loks mátti þvi nær daglega sjá transfusiönir á Worrel-spkala. Slíkt sér maöur reyndar á flestum stærri spitölum Vestanhafs. Hver spitali hefir sína ákveönu blóðgjafa (donors), sem hafa sin ákveönu laun fvrir hvert skifti, sem þeim er blóð tekið. Algengasta aöferöin er sú, aö v. mediana er opnuð, blóö úr henni sogiö (ca. 500 ccm.) upp i gler- hylki meö natrium-citratblöndu. En þvi næst er sjúklingnum á sama hátt opnuð æð á handlegg (v. mediana eöa basilica) og citratblóðinu þrýst meö þrýstidælu úr glerhylkinu (sjá Nordisk Kirurgi I., bls. 522). Ennfremur átti maöur kost á aö kynna sér R ö n t g e n 1 æ k n i n g- a r og R a d i u m læ k n i n g a r eftir vild, á Curie og Kahler-spitölun - um. Og tannlækningar á Dental-IIospital. A kvöldin sat maöur i lestrarsal klinikurinnar viö góöan bókakost og tímarit voru þar víðsvegar úr heimi, öll hin helstu, nema Lækna- blaöiö. Fór þar einstaklega vel um mann. Á veggjunum í lestrarsalnum og ganginum þar framan viö héngu myndir af hinum frægustu kírúrg- um nútímans. Var þaö skemtileg dægradvöl einnig aö athuga andlit allra þeirra karla. Af áletrun á flestum myndunum mátti sjá, aö þeir höfðu cinhvern tíma verið gestir þar í Rochester og eignast þaöan góöar end- urminningar. Yfirleitt fanst mér svo margt aö sjá og læra i Rochester, og svo þægi- !egt aögöngu, aö eg hvaö eftir annaö óskaöi mér, aö eg væri oröinn ung- ur aftur og námfúsari en eg nú er orðinn. og mætti dvelja Jjarna nokkurra mánaðar tima. Flest kvöldin gafst ennfremur kostur á að hlusta á fyrir- lestra. annað'hvort læknanna i Rochester eöa vísindamanna, er komu aðvífandi til aö flytja fyrirlestra um hin og þessi efni. Margir þessir fyrirlesarar ferðast langa tímana þvert og endila.ngt, stórbæjanna á milli, til aö flytja sama fyrirlesturinn. Fyrirlestra-námskeiö, sem þar vestra eru kölluð „Chatauqua" eru- algeng á veturna, og þá fluttir fyrirlestrar í fjölda mörgum námsgreinum. Fyrirlesararnir sýna oft skuggamyndir, línurit, safngripi og iafnvel tilraunadýr, til aö gera fyrirlesturinn skemti legri og fróðlegri, og eru ])eir orðnir ])aulæföir í ])essu starfi sínu, enda keppist hver viö annan aö veröa sem fremstur. Við Mayo-klinikina eru oft haldnir alþýðufyrirlestrar fyrir sjúklinga þá, sem á fótum eru, og bæjarbúana. Einn af slikum fyrirlestrum hlustaði eg á. Hann hljóðaði um skottulækningar og kynjalyf, og þótti mér hann sérlega fróölegur og vel fluttur. Fyrirlesarinn var roskinn læknir frá Chicago, og feröaöist meö þennan fyrirlestur um öll Bandaríkin í ])águ stjórnarinnar, sem er að finna öll sköpuð ráö til að berjast á nióti hjá- trú og heimsku fólksins. Vissi eg ])aö reyndar fyrir, en fræddist þó

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.