Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 10
120 LÆKNABLAÐIÐ Medicinskt Folkbibliothek. Læknisfræði fyrir Alþýðu. íslenskum læknum er oft legiö á hálsi fyrir það, aö þeir fræöi ekki íólkið um sjúkdóma og varnir viö þeim. Þetta er að rniklu leyti satt, því aö borið saman viö allan ritmokstur- inn heima, á öörum sviðum. hefir nálega ekkert veriö skrifað um heilsu- íræöi eöa læknisfræði viö alþýöuhæfi, annaö en þaö, sem Jónassen, land- læknir, Guöm. Hannesson og Steingrímur Matthíasson hafa skrifaö, og svo þaö, sem Davíð Sch. Thorsteinsson og Guðm. landlæknir hafa þýtt, þegar tímaritiö Eir er undanskilið. Er S.teingrímur þar langsamlega af- kastamestur og bestur. Má segja, aö hann einn haldi þar heiðri stéttarinnar uppi. En sökum fátæktar vorrar er honum um of markaður bás, svo aö jijappa veröur efninu saman í sem stytst mál, og laga þaö ])annig í hendi sér, aö hentugt verði til skólakenslu, og tapa bækurnar talsvert viö þaö, enda þótt Steingrimur sé manna lægnastur, að gera þær skemtilegar aflestrar, þótt stuttorðar séu. — Á meðan skórinn er svo krappur, getum vér litiö öfundaraugum til nágrannaþjóða vorra, eins og til dæmis Svía, sem nú eru aö gefa út alþýðlega læknisfræði í 40 smábindum, hvert 10 arkir á stærö og sérstök heild fyrir sig. Hafa þeir að vísu allgóðar kenslubækur í heilsufræði: lík- amsbyggingu og lífeölisfræði, fyrir skóla, og sand af alls konar ritlingum og lækningabókum. En svo miklu þykir þeim þaö varöa, læknunum þar, að hafa einhverja virkilega góöa og rétta fræðibók viö alþýöuhæfi um alt, er aö læknisfræöi lýtur, að margir þejktustu prófessorar og frægustu læknar Svía hafa slegið sér saman um, aö semja og gefa út slika bók, og er nánar gerð grein fyrir því í formálanum, en m. a. segir þar svo: Arbetet vill tráffa den breda publiken och har dárför efterstrávat látt- fattlig klarhet och frihet frán svárförstádde termer och frámmande ord och dct vill vara, inte cn Idkarbok i dctta ords traditionclla bctydclsc ulan \cn hand- ledning till cn naturvctcnskaplig syn pá och en biologisk förstaclsc av allt soin till ■mcdicincn hör.* Skulle hárigenom alimánhetens intresse váckas eller ökas för lákarnas strevanden, för de förhállanden under vilka de arbeta och de svárigheter de i sitt arbete hava att övervinna vore detta otvivelaktigt cn stor vinst inte minst för det sociale arbete iákarna i allt större utstráckning hava att utföra. Fvrir þessu verki stendur, sem forvígismaður og ritstjóri, prófessor Gunnar Holmgren, ritstjóri Acta otolaryngol., og ásamt með honum, í ritnefnd prófessorarnir Gösta Forsell, Hjalmar Forssner og Patrik Hag- Jund, og er ekkert til sparað, hvorki í efni né frágangi; þau 4 bindi, sem þegar eru útkomin ertt aögengileg til lesturs í alla staöi. Gamli próíessor Tigerstedt ríður ]tar á vaðið með Medicinens utveckling till en naturveten- skap, — þróunarsaga læknisfræöinnar frá elstu timum til vorra daga, 1 2 bindum, samtals 354 b 1 s., í litlu broti, framúrskarandi skemtilega og hnittilega skrifuð og fróðleg rnjög, a. m, k. fyrir þá, sem litla nasasjón Leturbreyt. hér.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.