Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 118 betur um þaö, bæÖi af þessum fyrirlestri og vi'ð eigin sjón og heyrn víðar þar sem eg kom, hvað skottulækningar keyra fram úr öllu hófi í Vest- urheimi. VI. Til þess að kynnast betur bæði læknunum og rannsóknar-aðferðum þeirra tók eg það ráð, eins og eg fyr drap á, að „fara sjálfur inn í vél- ina“, og láta rannsaka héilsufar mitt. Vildi eg sérstaklega láta rannsaka c o 1 o n minn, því eg hefi annað slagið, — einkum á morgnana, — aö- kenning a.f kveisuverkjum í hægri fossa iliaca, likt og eg hafði áður en botnlanginn var úr mér tekinn. Öllum aðkomu-læknum er vel- komin. slík rannsókn ókeypis. B 1 ó ð og þ v a g var rannsakað nákvæm- lega, það gerðu hvítklæddar stúlkur. Þær starfa ekki annað. Kornungur læknir tók af mér mjög ítarlega anamnesis og var látinn skrifa journalinn. Hann var frá Kanada, útskrifaður i Winnipeg. Geðugasti piltur. F æ c e s voru ekki rannsakaðir, og að öðru leyti var rannsóknin ekki ítarlegri en eins og gerist hjá okkur öllum, nerrSa hér þukluðu 4 læknar um mig hver eftir annan, og sögöu mér nokkur góð compli- mient fyrir enskuna. Aðeins var Röntgen-rannsókn í vandaðra lagi. (Eg hafði daginn áður tæmt mig duglega með ol. ricini og clysmata, sem ein hjúkrunarkona á Damon-hoteli, var svo elskuleg að hjálpa mér við. En á undan gegnumlýsingunni var c o 1 o 11 fyltur af baryt-blöndu. Það var alt saman vel þolanlegt). Við rannsóknina kom ekkert í ljós til að uppklára liver væri c a u s a m o r b i. Og stóðu nú mínir kollegar ráðþrota. „Enginn gat neitt, upp- götvað breitt; með geðið þreytt; herrann hefir sinn tíma,“ segir Grön- dal. Þá fór einn og kallaði á Charles Mayo. Hann þreifaði vingjarnlega á maganum á mér, spjallaði við mig dálitla stund og huggaði mig með því, að engin hæbta væri á ferðurn, ef til vill „adhæsiones“ eða þá slapp- leiki i langabotninum, og væri best að halda áfram með hafragraut á kvöldin o. s. frv, Kvaddi eg svo kollegana hæst ánægöur með úrslitin. En það var með söknuði að eg kvaddi Rochester klínikina, og hefði. eg vissulega verið þar lengur, he.fði eg haft betri tíma og betri ráð, því útdráttarsamt var að búa þar til lengdar eins og annarstaðar í Ameríku. Ýmislegt ítarlegra um Mayo-stofnunina ritaði Jónas kollega Krist- * jánsson í Lkb. 1922, bls. 91, og leyfi eg mér að vísa til þess. VII. Mér leizt svo á sérfræðinga-samvinnu í Rochester, að hún mundi vel gefast Jægar um auðþekta sjúkdóma væri að ræða, En við erfiða sjúk- dóms-greiníngu dylst mér ekki, að þeir mörgu sérfræðingar geti orðið liver öðrum til lítillar uppbyggingar, og að sannist J)á stundum máltæk- ið : „viele Köche wærderben das Brei.“ Einkanlega þó ef sú d e f i n i t i o 11 stendur heima — að sérfræðingur sé læknir, sem hafi gleymt allri lækn- isfræði, nema sinni sérfræði-grein. Ef vel á að blessast samvinnan, þá ]:>arf yfirburða mann til að hafa hemil á sérvizkunni og hugsa um nið- urstöðu rannsóknanna með eigin höfði. Mayo-bræður eru farnir að eld- ast og J^reytast. Það er þeim ógjörlegt, nema við og við að hafa það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.