Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 3
io. árg. Reykjavík, i. desember. 12. blað. Guðmundur Magnússon er dáinn! Hann dó 23. nóvember úr paralysis cordis subit. Fregnin um lát hans er sorgartíðindi fyrir alla íslendinga, en fyrst og fremst fyrir læknana. Enginn af oss var svo virtur og elska'ður sem hann. þó hann léti lýðhylli liggja sér í léttu rúmi. Mér finst eins og skuggi dauðans liafi farið yfir öll heimili íslenskra lækna, eins og hver af oss hefði mist einn af sinum nánustu. Það var margt, setn aflaði Guðmundi heitnum bæði álits og vinsælda. Víðtæk þekking á læknisfræði, listfengi í læknisstörfum, ágætar gáfur og glöggskygni hlutu að gera liann virtan mann og mikils metinn, en vinsældir hans spruttu ekki síst af því, að undir hversdagsgerfi, sem stund- um var þurlegt og fálegt, duldist fágætur drengskapur og samviskusemi. viðkvæmt skap, trygð og vinfesta. — Nú er hann horfinn og: „Alt auðara, alt snauðara, alt heimskara, sem eftir hjarir.“ Guðmundur Magnússon var fæddur 25. sept. 1863 í Holti á Ásum í Húna- vatnssýslu. Stúdentspróf tók hann 5. júli 1883 með ágætiseinkunn (105 st.), og sigldi síöan til háskólans í Höfn. Próf í læknisfræði tók hann 22. jan. 1890 með mjög hárri 1. einkunn (220;4 st-)» 0& vann siðan á spítöl- um til þess hann var skipaður héraðslæknir í Skagafjarðarsýslu 11. júli 1892. 30. maí 1894 var hann skipaður kennari við læknaskólann og 22. sept. 1911 prófessor við læknadeild Háskólans. Hann var sæmdur stór- riddarakrossi Fálkaorðunnar og riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Guðmundur heitinn kvongaðist 26. ág. 1891 Katrínu, Sigríði Skúladótt- ur Sívertsens frá Hrappsey. Voru þau hjónin samhent i öllu og heimili þeirra fyrirmynd. Frú Katrín var ætíð manni sínum mikil stoð og styrk- ur. Meðan hann gegndi héraðslæknisstörfum hjálpaði hún honum við alla skurði, sjúkrahjúkrun o. fl., og bar hann á höndum sér, þegar heilsan fór að bila.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.