Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 4
74 LÆKNABLAÐIÐ vanist henni svo vel, aö eg er hættur aS óska mér stærri og fínni, eink- um síöan baöherbergiö var endurbætt, og notast til umbúöaskiftinga og smærri aögeröa, svo nú get eg notaö skuröarstofuna fyrir aseptiskar óperationir þvi nær eingöngu. Þaö er aö vísu þægilegt, að hafa sérstakt svæfingarherbergi við skuröarstofuna og annaö herbergi til sótthreins- unar, — en einnig þessa hvorstveggja hefir mér fundist óþarfi aö sakna. Stundum svæfum viö sjúklinginn inni í rúmi sínu, áður en hann er fluttur inn, á „Skjóna“, sem við köllum, en venjulega á skurðarstofunni sjálfri. En „Skjóni" er hjólhestur eða sjúkrabeður á hjólum (frá Nyrop), jafn- hár skurðarborðinu, — mjög þægilegur til flutnings sjúklinga milli stof- arina eöa út á sólskinspallinn sunnan við spítalann. I tíð próf. G. H. og fyrstu ár mín, var siður að bera alla sjúklinga inn á skurðarstofu og það- an aftur, — eftir ganginum. Það var púl-vinna, sem oftast lenti meöfram á lækninum. Skjóni varð ]>ví öllum aufúsugestur, er hann kom. Sótthreinsunarketill okkar er niöri i kjallara. Það er Schimmelbusch- ketill, í líkingu við a u t o k 1 a v e, en gufuþrýstingurinn í honum getur ekki orðið nema lítill, svo að sjaldan kemst hitinn upp fyrir ioo° C. Eg keypti hann 1916 fyrir kr. 500; — lét ketilsmið V. Jensen á Vestur- brúargötu smíða hann (og kom oft í smiðjuna til karlsins, sem er góður karl). Til skamms tíma hituðum viö þennan ketil með stórum „prímus“, þríhöföuðum. Nú leiðum viö sjóöandi vatnsgufu inn í hann, úr gufukatli spítalans, þeim er liitar vatn handa baðhúsi, eldhúsi o. s. frv. Var þaö mikil framför, að hætta viö „prímusinn“, sem oft vildi bila, ósa og óhreinka með sóti. I katlinum sótthreinsum við í einu tvær blikktínur, fyltar af umbúðum og bórnull eöa hlíföardúkum, svuntum, hönskum o. fl. Verkfæri sótthreinsast í bláum, emaljeruðum Madsens-potti í eldhúsinu. í þeim potti er grind, sem taka má upp, með 8 þvottafötum, verkfæra- bakka, burstum o. fl. Viö höfum nú að auki fengið rafmagnspott til að sótthreinsa í verkfæri, inni á sjálfri skurðarstofunni. Hann er lítill, en góður í viðlögum, við minni háttar aðgerðir. Skurðarborðið (þýskt, — kostaði ca. 500 kr. 1918, meðan alt mátti kaupa ódýrt), er upprunalega ætlað að vera gynæcologiskt borö, en brúklegt til flestra aðgerða. Þó ekki sé það pneumatiskt, má stilla það ýmislega, bæði fljótt og þægi- lega, með sveifar-skrúfum og hjörum. Eina umbót hefi eg látið gera á þessu skurðarborði, sem eg tel góða og gagnlega. Þaö er járnbogi, er hvelíist lóðrétt upp frá höfðalaginu, yfir höfuð sjúklingsins. Þessi bogi ber uppi hliföarlakið, sem breitt er yfir sjúklinginn, svo að höfuö hans verður þarna i tjaldi út af fyrir sig. Bog- inn er áfastur járnplötu, sem svarar til breiddarinnar, en platan hvilir á borðinu undir kodda sjúklingsins. — Áhald þetta kemur sér vel viö allar aögeröir aðrar en á sjálfu höfðinu, — og má setja það upp eða taka það burt, eftir vild. Það er ætíð mjög þægilegt, aö þannig sé tjaldað yfir höfuð sjúklingsins, þegar svæft er, og eins við deyfingu, svo sjúkl. sjái ekki alt, sem fram fer, en sérstaklega kemur ])aö sér þó vel við aö- gerðir á hálsi og brjósti, til þess að sótthreinsaða svæðiö sé vel aðgreint frá svafni og frá vitum sjúklingsins, andardrætti og uppsölu. Síðan rafljós komu i spítalann (1919) er birtan góö á skuröarstofunni (tvær 200-kerta perur í loftinu, og aö auki handlampi góður, þegar á þarf aö halda). Meðan olíuljós voru notuð, kveið eg ætíö skurðum, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.