Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 77 Skal eg nú í eftirfarandi köflum greina nánar frá hinum ýmsu a'ögeríi- um sem fyrr voru taldar, og segja frá höppum mínum og óhöppum engu síöur. Burt með sullaveikina. Hin góöa hugvekja Jónasar læknis Kristjánssonar, „Sullarannsóknir á sláturfé á Sauðárkróki haustið 1924“ kemur mér til að stinga niöur penna. Greinarhöfundur lætur sér, eins og vænta mátti, ekki nægja, að rannsaka og gefa skýrslu um sullaveiki í héraöi sínu, heldur leitast hann einnig viö að benda á nýjar leiöir til þess aö vinna bug á því meini, og á hann fyrir þaö þakkir skiliö. Væri læknum óviröing i að þegja slíkt í hel, enda þótt þeir væru ekki aö öllu leyti sammála greinarhöfundi. Að eg fer að leggja orö i belg, kemur þó ekki til af því, að eg hafi frá neinum eigin sullarannsóknum aö skýra. Þekking mín á þessu máli er aö eins bygð á því, sem athyglin á æsku og fullorðinsárum mínum hefir kent mér. Eg hefi aliö mestan aldur minn á Suðurlandsundirlend- inu, og get því aö eins tekiö þátt í að ræða um þetta mál eins og það liggur fyrir þar. Þótt hættir manna séu likir um land alt, er ekki þar meö gefið, að alstaðar eigi hið sama við. Enginn hygginn herforingi ræðst á óvinaher sinn án þess, aö afla sér allra mögulegra upplýsinga um liann áður; eins þurfum vér, i baráttunni við sullaveikina, fyrst og fremst að gera okkur ljósa grein fyrir hvar og hvenær hundarnir nái að smitast, til þess að vita hvert vér eigum að snúa okkur til varnar því. J ó n a s læknir K r i s t j á n s s o n telur sennilegast, að hundarnir fyrir norðan smitist í kaupstöðunum á haustin, þegar féð er rekið þang- að til slátrunar. Hér í Árnes- og Rangárvallasýslum þori eg að fullyrða, að þessu er ekki þannig varið, og munu ólikir staðhættir vera þeim mun valdandi. Til Reykjavíkur, þar sem öllu fé héðan hefir verið slátrað til skams tíma, er yfir langan fjallveg að fara; margir bændur slá sér oftast saman að reka, og að eins einn til tveir hundar eru látnir fylgja hverj- um rekstri alla leið. Fæstir hundar komast því til Reykjavíkur, og þeir sem þangað komast, eru langoftast byrgðir inni, til þess að þeir týnist ekki í hinni miklu höfuðborg íslands. En ekki eru hundarnir hér syðra bandormalausir, þótt þeir hafi ekki náð að smitast í kaupstaðnum. í sveitum þeim, sem eg veit til að hunda- hreinsun hefir verið best af hendi leyst, hafa síðan 1920 sést bandormar í 5 til 8°/o hunda. Eftir þvi sem fyrir mín augu hefir borið, þarf ekki lengi að leita til ]æss að finna lungna- og lifrarsulli i fé hér, og netjusullir eru svo algengir, að naumast munu ýkja margar kindur eldri en vetur- gamlar, vera alveg lausar við þá. Ennfremur má geta þess, að í görnum dilka og heimaganga er algengt að sjá stóra bandorma, en eigi er mér kunnugt um nafn þeirra, né hvort þeir geti myndað sulli i fé. Eg er ekki i minsta vafa um, að reglan hefir veriö sú hér, að hund- arnir hafa smitast á haustin vegna þess a ð s u 11 a o g s o 11 i n n a líffæra hefir ekki verið gætt sem skyldi við heima-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.