Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 87 Ritfregn. Guðm. Hannesson: Heilbrigðisstörf og heilbrigðisskýrslur. Nokkrar leiðbeiningar. PrentaS sem handrit. Rvík 1924. Bók þessi er einkum skrifuö fyrir héraSslækna, til hvatningar og leiS- beiningar viö heilbrigSisstörf og skýrslugerö. Bókinni, sem er 82 bls. aS stærS (8vo), er skift í fjóra* höfuökafla: I. Læknisstörf í þarfir almennrar heilbrigöi: (A Heilbrigöiseftirlit, B. Varnir gegn farsóttum, C. Varnir gegn öSrum næmum kvillum, D. Líf og lifnaöarhættir almennings). II. Brot úr skýrslufræöi: (1. Hjónabönd, 2. Barnkoma, 3. Manndauöi, 4. Banamein, 5. Mannfjöldi og fólksfjölgun, 6. Veikindi og sóttarfar). III. HeilbrigSisskýrslur lækna: (1. Embættisbækur héraöslækna, 2. Mánaðarskýrslur, 3. Ársskýrslur héraöslækna [Fylgiskýrslur, aSalskýrsla o. s. frv.]). IV. Nokkrar lífsreglur. Bókin er mjög efnismikil, eins og sjá má af þessu efniságripi; ýmis- legur fróSleikur, t. d. um mannfjölgun, fæSingar, hjónabönd o. fl. í Ö5r- um löndum boriö saman viö ísland, tilvísanir i ýms rit, seni fjalla um jiaö, er drepið er á í bókinni, og síSast en ekki síst ágætar leiðbeiningar fyrir lækna í opinberum störfum þeirra, bókhaldi o. fl. Öll bókin ber vott um virðingu höf. fyrir læknisstarfi og borgaralegu starfi héraöslækna, og áhuga hans fyrir því, aS þau störf fari þeim vel úr hendi. Höf. heldur því fram, aö héraðslæknar séu ekki eimmgis til þess aö lækna og lina þjáningar, heldur einnig til þess, aö láta til sín taka um öll heilbrigðis-, þjóöþrifa- og framfaramál þjóðfélagsins. Bókin er i fám orSuin sagt mjög þarfleg fyrir alla lækna, og ekki síst fyrir héraSslæknana, sem hún er sérstaklega ætluö. Guðm. Guðfinnsson. Úr útlendum læknaritum. The Sanocrysin Treatment of Tuberculosis. (The Lancet 14. mars '24). í tímaritiö ,,Tubercle“ hefir D r. Gravesen, yfirlæknir á Vejle- fiord Sanatorium ritaö um Sanocrysin-lækningar. Hann telur nokkur vand- kvæði á aö greina sundur þau eitrunareinkenni, er orsakast af toxínum dauSra berklasýkla, frá þeirri eitrun, sem gullsaltið veldur í líkamanum. Dr. Gr. telur aS albuminuria, stomatitis, dermatitis og meltingartruflanir séu beinlínis gullsalt-eitrun. Þó heldur Dr. Gr. því fram, að eitrunin muni aö einhverju leyti stafa frá dauSum gerlum, og sé þá rétt aS nota serurn. Serum-meSferöina telur Dr. Gr. þó ýmsum vandkvæðum bundna, og enn á tilraunastigi, enda hefir serumlækning ekki reynst vel viS tub. Hvers konar berklasjúkl. eru best fallnir til san.-meSferöar? Dr. Gr. hyggur, aö bestur árangur sé viö nýja, activ tub., en miklu síöur tub. chronica et fibrosa. Dosis hefir veriö frá 12,1— 150 ctgr. eftir ástandi sjúkl., endurtekin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.