Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1925, Page 13

Læknablaðið - 01.05.1925, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 8.3 tækifæriö og þvo sjúkl. um kroppinn í hvert skifti. Þaö gengur mjög misvel aö rétta kryppuna, og fer eftir því hvar hún er á hryggnum og eins eftir því hve gömul hún er. En altaf tekur þaö langan tíma, mánuði og ár. Oft hættir viö decubitus á hákryppunni, einkanlega ef sjúkl. er magur og þróttlítill. Þess vegna má ekki bæta bómullinni of ört í, og sjáist nokkur roði, þá verður aö leggja þykka bómullar-vöndla meöfram hryggn- um beggja megin, svo að aumi bletturinn veröi því sem næst á huldu, en hryggurinn bogni samt ekki. Meö þessu móti hefst það á löngum tima aö rétta úr kryppunni, eða aö minsta kosti að varna því aö hún aukist. Hálsliða-spondylitis er ekki hægt aö rétta með þessum hætti, þar verð- ur að nota umbúðir úr gibsi eöa ööru efni, sem hvíla á herðunum og ná upp undir höku og hnakka. Einn þeirra annmarka sem fylgja spondylitis er abc. congest., og er það leiður fylgifiskur en algengur. Stundum þorna þeir upp og batna af sjálfu sér, en oftar mun svo vera aö þeir opnist sjálfkrafa ef þeir eru látnir afskiftalausir, o g þ a Ö m á a 1 d r e i s k e. Þá kemst ætíð aö auka-infektion, og fistlarnir gróa aldrei, (og svo kemur amyloid-degenera- tio o. s. frv.) — einkanlega er það svo um psoas-abc. sem opnast undir lig. Pouparti eða í foss. iliac. Frekar tekst aö græða abc. sem opnast aftur á baki eða fram með riíjarönd. E n þ e i r m e g a a 1 d r e i o p n a s t, og verður það helst hindrað með því að láta þá aldrei grafa sig út undir skinn, en stinga á þeim, eins fljótt og hægt er aö komast að þeim, með hæfilega digurri nál og soga gröftinn úr þeim sem allra best, og dæla síðan inn 2—10 ccm. af liq. phenoli camph. Sé þess gætt, að stinga dælunálinni ætið skáhalt inn (en ekki lóðrétt) og ekki þar sem grynnst er á abc., svo að nálfarið leggist saman af sjálfu sér, og svo minni verði hætta á að gröftur leiti þar út, þá tekst einatt aö lækna þá. Þegar nú berklarnir í hryggnum eru grónir, hann orðinn beinn, eða því sem næst og abc. þornaðir, þá kemur að fjórða atriðinu, að varna hryggnum að sækja í sanm horfið. Nokkrum vikum áður en sjúkl. er hleypt á fætur skal daglega velta honum úr gibsrúminu og æfa hann í að liggja á grúfu í rúmi sínu, með handleggi krosslagða undir brjósti, fyrst stutta stund, síðan tvo til þrjá tima; við það stælast bakvöövarnir. Þá má hleypa sjúkl. í hægan stól í nokkrar mínútur, svo hann venjist aftur að vera uppréttur. Þegar því hefir farið fram í nokkra daga, má steypa á hann gibsumbúðir sem eiga að styðjast á mjaðmirnar og ná upp undir hendur eða upp um hnakka, eftir því hvar veilan er. Þá má fara að herða á fótavistinni. Þessar um- búðir, eða þó öllu heldur leðurumbúðir (sem umbúðasmiður verður aö búa til), verður hann að hafa alt að því ár, og endurnýjast þær eftir þörf- um. Að ári liðnu á hann að vera orðinn svo styrkur, að hann þoli þunga sinn stuðningslaust. Létt lifstykki úr þéttu, stinnu efni, með stálblöðum trarn með hryggnum, er samt gott á eftir og sjúkl. þægilegt. Til þess að mestu leyti að komast hjá þessari umljúðasmíð og tryggja um leið betur endanlegan árangur, þá hafa á síðari árum verið gerðar operationir til ])ess að styrkja hrygginn. Helstar eru þær sem kendar eru við H i b b s og A 11) e e. Hibbs braut eða meitlaði proc. spinos. í sundur niöur við arcus og lagði þá eftir hryggnum, svo að efri endi hvers proc. nam í meitilfariö á þeim næsta, svo að úr varð föst beinspöng eftir hryggn-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.