Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 81 um hundum. Skömm og augnabliksskaði eru öflugustu svipurnar á trass- ana, og að lögbjóða dráp ormaveikra hunda, er augnabliks-tjón, en fram- tíðar-hagnaður. Það, sem eg þá í stuttu máli legg til, er þetta: 1. Að haldið verði áfram að hreinsa hunda. 2. Að læknar taki að sér eftirlit með hreinsuninni og láti vanda hana. 3. Að lög verði sett fyrir land alt, er skyldi eigendur allra ormaveikra hunda til þess, að farga þeim innan ákveðins tíma, frá því að hreins- un hefir leitt i ljós, að í þeim búi ormar, ella sé hreppstjórinn skyld- aður til þess að (láta?) gera það á kostnað trassanna sjálfra, og fái hann það vel borgað. 4. Að öllum hundum verði að lóga, er þeir eru orðnir 7 vetra gamlir. 5. Að hið opinbera láti semja reglur fyrir hundahreinsunarmenn. 6. Að Læknafélagið gangist fyrir því, að prentuð verði minnisblöð með upplýsingum um eðli sullaveikinnar, sérstaklega sé lögð áhersla á að hundar nái ekki í brisuö lungu eða lifur, og yfirleitt ekkert hráæti af blóðvelli. Ennfremur skorað á bændur að láta aldrei slátr- un svo fram fara, að eigi sé ílát með loki á blóðvellinum, ætlað sullunum. 7. Á hverjum opinberum sláturstað og á hverri kaupstaðarlóð, sem slátrun fer fram á, megi enginn hundur, ómýldur, laus ganga, yfir sláturtímann. 8. í hverju sláturhúsi sé ákveðnum manni falið á hendur að sjá um að sullunum sé eytt, og beri hann ábyrgð á því. 9. í hverju sláturhúsi sé eitt eða fleiri ílát, svo há, að hundar nái ekki úr þeim, ætluö eingöngu sullum og sullabrisum. Laugarási, 12. febr. 1925. óskar Einarsson. Lækningabálkur. Malum Pottii — Spondylitis tuberculosa. I meðferðinni á spondylitis tub. er fjögra aöalatriða að gæta: I. a ð f á beinskemdina í v e r t e b r. t i 1 a ð b a t n a. II. a ð r é 11 a ú r k y p h o s i s s e m k o m i n e r, e ð a a ð m i n s t a k ö s t i a ð s j á u m a ð h ú n a u k i s t e k k i. III. a ð 1 æ/k n a a b c. c o n g e s t. o g k o m a í v e g f y r i r a ð þ e i r opnist. IV. a ö s j á f y r i r þ v í a ð h r y g g u r i n n h e y k i s t e k k i a f t u r. Veikin er hægfara, langvinn, en yfirleitt ekki eins illkynjuð og berklar geta verið annarsstaðar, og batnar oft af sjálfsdáðum án nokkurrar lækn- isaöstoðar; en ])á verða jafnan eftir örkuml, sem bæði eru til lýti og baga og stundum lamanir. Eins og við alla aðra berklaveiki er það höfuðskilyrði, að sjúkl. séu í góðu lofti, hafi næga birtu og gott viðurværi, og að alls þrifnaðar sé gætt i aðhlynningunni. Meðul, t. d. lýsi, arsenik og járn, eru oft góður stuðn- ingur í lækningaviðleitninni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.