Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.05.1925, Blaðsíða 6
76 LÆICNABLAÐIÐ en a‘ð hafa hann eins og hálfdauðan á milli handanna. Einkum hefir mér gefist deyfingin vel við einfalda botnlanga- og kviðslitsskurði, prófkvið- ristur og þaðan af minni aðgerðir. Á kandidats-árum minum vandist eg heilmiklum kúnstum í eftir-með- ferð óperatíónssjúklinga. Er mér ánægja að, að hafa smám saman kom- ist að raun um, að margar þeirra eru óþarfar. Það var t. d. alsiða þá, eftir alla meiri háttar holskurði, hvort sem blóðmissir og c h o c fylgdi eða ekki, að gefa s a 11 v a t n s - i n f ú s í ó n og þar að auki s t i m u 1- e r a með digalen, coffein, stryknin eða kamfóru-injektíónum á fárra klst. fresti. Ennfremur var algengt að svelta sjúklingana, neita þeim um vott og þurt, — ef til vill marga daga, ef um maga- og garnaskurði var að ræða. Eg hætti fljótt við saltvatnsinnspýtinguna. Bæði þótti mér hun taf- söm, en þar að auki olli hún sjúklingunum mikils sársauka. Eg sá fljótt að þetta gerði hvorki til né frá um árangurinn, en svifti sjúklinginn óþæg- indum. Að eins hefi eg haldið eftir kamfóruinnspýtingu við og við og dropa’clysma í endaþarminn stöku sinnum til að minká sáran þorsta, en hefi þó saltvatnsinnspýtingu á reiðum höndum ef blóðtap er mikið. Eg hefi einnig með ánægju tekið upp þann sið eftir Bier og öðrum, að leyfa sjúklingum eftir maga- og garnaskurði, strax á öðrum sólarhring fljótandi næringu engu síður en öðrum skurðarsjúklingum. Okkar þjóð- legu drykkir, skyrblandan o k k a r g a m 1 a og m j ó k u r s ý r u- d r u k k u r hafa gefist mér framúrskarandi vel handa sjúklingum eftir skurði jafnskjótt og mesta velgjan er horfin, eða stundum til að eyða þrálátri velgju eftir svæfingu. Eg nota, eins og fleiri, morfíninnspýtingu (iy2—2 ctgr.) á undan öll- um meiri háttar aðgerðum, til þess bæði að komast af með minna af svæf- ingar- og deyfingarlyfi og til þess að gera sjúklinginn rólegri og minna velgjuhætt á eftir skurðinum. Reynslan hefir kent mér, að eg get komist af með tvær stærðir af catgut til allra einfaldra saunta og æðahnýtinga (nr. i og 2). Eg nota joðcromcatgut ad mod. Claudius og útbý það sjálfur. Við maga- og þarmasauma nota eg silki nr. 1. í fasciu magálsins nota eg al. bronze, en bæti venjulega við fáeinum djúpum fishgut-saumsporum til þess að koma fremur í veg fyrir hæmatoma í sárinu, og nota venjulega Michelsklemm- ur i húðina. Fishgut-þræðina hnýti eg þá oft yfir tvo grisjuvöndla, sem eg legg sinn hvoru megin við klemmurnar, eða festi slíka vöndla að sár- inu með heftiplástursræmum. Með þannig lagaðri immobilisatio sársins er áreiðanlega besta trygging fengin fyrir því, að ekki komi hæmatomata og myndist þrálátar smáigerðir undir skinninu. Eg lærði það af Borelius í Lundi, að taka ætíð klemmurnar úr sári sjúklingsins á 6. eða 7. degi og hefir gefist það veí. Að eins verður að taka klemmurnar v a r 1 e g a og immobilisera sárið vandlega eftir sem áður með heftiplástursumbúðum. Ekki hefir mér getist að þeirri nýtisku-aðferð sumra lækna, að láta sjúklinga eftir stórskurði fara snemma á fætur („Frúhaufstehen"). Eg hefi fundið, að lang hollast er að láta sjúklingana venjulega ráða, og láta þá sjálfa finna hvenær þeir eru fótaferðafærir. Eftir kviðristur er það venjulegast fyrst á 10.—12. degi, sem þá fer að langa á fætur, og fá þeir það þá ef sárið er í góðu lagi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.