Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 8
2 LÆKNABLAÐIÐ má venjulega koma í veg fyrir þau framvegis, meÖ því að gefa i ccm. sup- rarenin (1:1000) subcutant, rétt áður en salvarsaninu er dælt inn. SömuleiÖis er rétt, ef sjúklingur hefir feiigiÖ svimakast, og læknirinn verÖur að biða lengur en 2—3 mínútur eftir að það gangi yfir, að gefa þá strax 1 ccm. suprarenin, og nægir það venjulega til að einkennin líða hjá. Einkenni, sem er mjög algengt, er það, að sjúklingurinn kennir einkenni- legs bragðs og lyktar, á meðan lyfið er gefið. Þetta hverfur þó jafnskjótt aftur, en komið getur fyrir, að jietta geti gert sjúklinginn órólegan í fyrsta skifti, og er rétt að geta þess við hann, að þetta komi oft fyrir, áður en fyrsta sprautan er gefin. Þessar aukaverkanir, sem eg hefi nú talið, og sem alloft koma fyrir, á meðan lyfinu er dælt inn í blóðið eða rétt á eftir, eru nálega altaf hættu- lausar, ganga fljótt yfir og hafa ekki neinar varanlegar afleiðingar x för með sér, fyrir sjúklinginn. Miklu þýðingarmeiri eru aftur á móti þær komplikationir, sem komið geta fram einum eða fleiri dögum eftir að lyfið er gefið í fyrsta skifti, eða það, sem algengara er, eftir að búið er að gefa það nokkrum sinnum. Hin fyrstu, snöggu auka-áhrif, sem koma strax fram þegar lyfið er gef- ið, ber að skoða beint sem eiturverkun af lyfinu sjálfu, en þær kompli- kationir, sem koma fyrst fram fleiri eða færri dögum siðar, eru taldar stafa af endotoxinwn, sem myndast við það, að svo biljónum skiftir af spirochætum leysast upp og eyðast, fyrir áhrif salvarsansins, út um allan líkamann. Að þetta sé rétt skoðun, sannar fyrst og fremst það, að hinar alvar- legu komplikationir af salvarsani koma nálega eingöngu fyrir, þegar sjúk- dómurinn er mest florid, eða þegar spirochætumagnið er mest í blóði og líffærum sjúklingsins, en það er í byrjun 2. stigs veikinnar. Alvarlegar eitranir af salvarsani, hjá sero-negativum sjúklingum, koma varla fyrir. — Hin algengustu almennu einkenni, sem salvarsan getur valdið, sama daginn, sem lyfið er gefið, eða næstu daga á eftir, eru: hiti, oft sam- fara skjálfta, höfuðverkur, diarrhoe og uppköst. Venjulega líður þetta fljótt hjá aftur, en ef nokkuð að ráði kveður að þessum einkennum, verður sjúk- lingurinn að liggja, og er þá ágætt að gefa pyramidon 10 ctgr. 3svar á dag, og ef hjartastarfsemin er trufluð, þá stimulantia. Á öðru stigi sjúkdómsins hefir salvarsan oft í för með sér hina svo- kölluðu Hcrxhcimcrs rcaktion, en hún lýsir sér í því, að exanthem og ef- floreszensar, sem voru horfnir, lifna við aftur, og verða ef til vill enn meira áberandi en nokkru sinni fyr. Auðvitað kemur þessi reaktion ekki eingöngu fram i húðinni, heldur einnig í innri líffærum, og stafar af þeirri reaktion, sem lyfið framkallar í öllum syfilitiskum foci i líkamanum. Salvarsan er mjög organotrop lyf, og þá sérstaklega neurotrop, enda er taugakerfi syfilitiskra sjúklinga sérstaklega viðkvæmt fyrir áhrifum þess, og má víst segja, að í því liggi aðalhœttan við notkun salvarsans. — Taugalamanir þær, sem áður komu alloft fyrir, á meðan lyfið var gefið intramuskulært, einkum á ncrvus peroneus, og stöfuðu beinlínis af local necrosu og vefjaskemdum, eiga auðvitað ekkert skylt við hina eigin- legu neurotropu eiginleika lyfsins. — Resorbtions-verkanir salvarsansins á taugakerfið, geta byrjað nokkrum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.