Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
3
dögum eftir I. innsprautun, stundum þó ekki fyr en mörgum vikum síÖar.
F.r þá fyrst aÖ geta functions-truflana, sem komið geta fram á vissum
heilataugum, og þá sérstaklega n. acusticus, 11. opticus, sjaldnar á n. facialis
og n. ocalomotorius. Þessar truflanir geta oft litið alvarlega út i bili, en
hér er alls ekki að ræða um eiginlega salvarsaneitrun, heldur perineuritis,
sem orsakast af verkunum lyfsins á syfilisresidiv á þessum stöðum. Séu
því engin önnur einkenni til staðar, hverfa þessar lamanir fljótast, og best
með því að halda rólegur áfram að gefa lyfið, eins og ekkert hefði í skorist.
Miklu alvarlegra er það, ef fram koma einkenni upp á aukinn þrýsting
á heilanmn: hægur púls, höfuðverkur, uppköst, svimi, stundum krampar,
en það eru byrjunareinkenni upp á hættulegustu komplikation, sem af sal-
varsani getur hlotist, en hún er: encephalitis hœmorrhagica og heilaödém.
Þessir sjúkdómar eru orsök í dauða flestra þeirra sjúklinga, sem beinlínis
deyja af salvarsani, og má telja víst, að þeir orsakist mestmegnis af endo-
toxinum, sem myndast við dekomposition á spirochætum, enda koma þeir
nálega eingöngu fyrir hjá sjúklingum með florid sekundær einkenni, eða
með öðrum orðum, þegar spirochætumergðin er mest í öllum líffærum.
Við section á þessum sjúklingum, er venjulega ekki annað að finna en
diffust heilaödem og smáblæðingar og thromþosur víðsvegar í central-
taugakerfinu.
Það eina ráð, sem gefið er, þegar fram eru komin einkenni upp á yfir-
vofandi heilaödem, en sem flestum ber líka saman um að geti gefið ágæt-
an árangur, er ríkuleg blóðtaka og jafnframt dœla inn um 500 ccm. af
physiologiskri saltvatnsupþlausn. Um þetta farast próf. Buschke í Berlín
svo orð: „Mér hefir, í mörgum hættulegum tilfellum af heilaödemi og
öðrum alvarlegum tilfellum af salvarsan-komplikationum, t. d. exanthem-
um, tekist að stöðva sjúkdóminn með miklum blóðtökum, samhliða því að
dæla physiolog. saltvatnsupplausn inn í blóðið.“
Þar að auki er venjulega gefið suprarenin subcutant, og svo hjartasti-
mulantia.
Auk encephalitis og heilaödems, sem eru hættulegustu afleiðingar, sem
af salvarsani geta hlotist, koma einnig ýmsar aðrar komplikationir fyrir,
sem geta verið mjög langvinnar, en eru sjaldan út af fyrir sig lífshættu-
legar, nema þær þá breyti sér og sjúkdómurinn leggist að lokum á central-
taugakerfið.
Þar er fyrst að nefna salvarsan-exanthem. Þau eru alltíð, byrja venju-
lega 8—10 dögum eftir innsprautun, þó ekki nærri altaf eftir 1. skifti,
heldur oft eftir 4., 5. til 6. innsprautun.
Þau byrja venjulega með léttri angina, hita og höfuðverk, og líkjast
oftast scarlatina eða mislingaexanthemi. Algengast er, að þau standi i
fáa daga, hitinn falli og exanthemið hverfi smám saman. Þó kemur all-
oft fyrir, að þau breytist í universal dermatitis exfoliativa, stundum sam-
fara typiskum arsenhyperkeratosum, eða sterkri pigmentation í andliti eða
á bol. Hin illkynjaða dermatitis exfoliativa getur oft staðið svo vikum
eða jafnvel mánuðum skiftir, með miklum hita og slæmri almennri líðan.
Salvarsan-dermatitis er frábrugðin venjulegri dermatitis exfoliativa að
því leyti, að hann verður mjög oft vessandi, og að honum fylgja allajafn-
an illkynjaðar pyodermiur, pustulösir follicidititar og furunklar, sérstaklega
í kringum genitalia og í axillae.