Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1933, Síða 10

Læknablaðið - 01.01.1933, Síða 10
4 LÆKN ABLAÐIÐ Vegna hinnar miklu kælingar, sem verÖur á yíirborÖi líkamans viÖ vess- unina og desqvamation á epitheli, er þessum sjúklingum oft mjög hætt við pneumonia, og er alltítt, að þeir loks deyi af afleiðingum hennar. Einnig kemur alloft fyrir, að ofan á langvinnan og þungan dermatitis exfolia- tiva, bætast affektionir i centraltaugakerfinu, sem verða þá venjulega sú eiginlega causa mortis. Sú symptomatiska meðferð á þessum sjúkdómi, er auðvitað sú sama og öðrum universel dermatitum. Þar að auki ráðleggur próf. Buschke og fleiri að reyna stórar blófftökur, og dæla inn alt að 500 ccm. af physio- logiskri saltvatnsupplausn. Nú á síðari árum hefir verið notað allmikið natrium thiosulfat, 1 gram leyst upp í 10 ccm. aqv. dest. intravenöst, einu sinni á dag, eða 2. hvern dag. Þykjast margir hafa séð góðan árangur af því. Loks eru enn 2 komplikationir, sem komið geta fyrir, en eru þó held- ur sjaldgæfar, og hafa minni þýðingu, en þær eru icterus, sem stundum kernur fyrst fram eftir að lækningunni er lokið. Venjulega hverfur hann aftur á 2—3 vikum, en þess eru þó nokkur dæmi, að upp úr honum hafi myndast akut gul lifraratrophi. Að lokum er svo disposition til blæðinga, bæði cutanblæðinga og sömu- leiðis frá uterus og slímhúð í munni, þær eru þó sjaldan hættulegar, en ef þeirra gætir nokkuð að ráði, verður þó altaf að stöðva notkun lyfsins. — Þá vil eg fara fáum orðum um konlraindikationir gegn salvarsani. Absolut kontraindikationir eru i rauninni miklu færri en fyrst var álitið. Sérstaklega ber að forðast salvarsan við alvarlegar circulationstuflanir, svo sem ókompenseraða lokugalla, myocarditis, cndokarditis og arteriosclcrosis á háu stigi. Af öðrum sjúkdómum, sem ekki eru absolut kontraindikationir, en sem þó verður að hafa aðgæslu við, er sérstaklega að geta: tuberculosis á háu stigi. diabctes, adipositas, einkum hjá ofdrykkjumönnum, akut og chronisk- ur ncphritis, og loks er oftast réttast að fresta innsprautun, ef sjúklingur- inn fær einhverja umgansgkvilla, eða háan hita af öðrum ástæðum. Að lokum vil eg geta þess, að ýmsir höfundar halda því fram, að hafi sjúklingur áður fengið arscn í stórum skömtum, við anæmia eða öðru, þá sé honum mun hættara við komplikationum af salvarsani. E. t. v. getur þetta legið í, að þessir sjúklingar hafa verið veiklaðir fyrir, og því mót- stöðuminni en aðrir. Af öllu þessu er auðsætt, að ýmislegt er að varast í salvarasantherapí- unni. og að salvarsanið, þrátt fyrir sina miklu yfirburði fram yfir önnur antiluetica, hefir einnig nokkra galla, en sama má, nærri undantekning- arlaust, segja um öll bestu lyf, er vér þekkjum. Ýms almenn ráð hafa verið gefin til að draga úr hættunum, og þá fyrst og fremst það, að minka dosis, en með því er að sama skapi dregið úr hinum therapisku áhrifum. Yfirleitt eru flestir sammála um það, að hinir ágætu eiginleikar salvarsansins njóti sín best, sé strax byrjað með allstór- um skömtum, en að margir smáir skamtar í byrjun auki mikið mótstöðu- afl sýklanna gegn lyfinu. Loks er að geta þess, sem í minum augum er afar þýðingarmikið, að hinar lífshættulegu komplikationir koma nálega eingöngu fyrir hjá sjúk- lingum, sem sjúkdómurinn hefir náð þeim tökum á, að horfurnar fyrir að fullkomin lœkning takist með öðrum lyfjum, eru nálcga cngar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.