Læknablaðið - 01.01.1933, Page 11
LÆKN ABLAÐIÐ
5
F.nnfremur ber aÖ gæta þess, að þó að gætilega sé fariÖ í fyrstu skiftin
og doses hafðir mjög smáir, þá er það mjög litil trygging fyrir því, að
komplikationir geti ekki gosið upp síðar, þvi eins og áður er tekið fram,
er mjög algengt að þær geri fyrst vart við sig eftir að sjúklingurinn er
búinn að fá fleiri injektionir.
Salvcirsan hefir verið haft um hönd hér á landi, og þá aðallega í Rvík,
í allmörg ár, en þó er ekki kunnugt um nema fáar alvarlegar komplikationir.
Próf. Jón Hj. Sigurðsson kvaðst muna eftir 5 tilfellum hér i bæ, sem öll
hefðu byrjað með akut desqvamativ dermatitis. 3 þessara sjúklinga náðu
sér aftur eftir langa legu, en hjá hinum tveimur leiddi sjúkdómurinn
til e.vitus.
Annar þessara sjúklinga var til meðferðar hjá mér. Hafði hann mjög
florid sekundær lues, þegar lækningin var byrjuð, og hafði fengið hjá mér
4 salvarsan-injektionir, 2 á 45 ctgr. og 2 á 60 ctgr., með rúmlega viku
millibili, auk bismuths intramuskulært. Virtist sjúklingurinn þola meðferð-
ina vel, en nokkrum dögum eftir 4. injektionina, fékk hann létt exanthem,
sem siðar gekk yfir í exfoliativ dermatitis, sem var farinn að batna nokk-
uð, þegar dró af sjúklingnum aftur og sjúkdómurinn endaði með exitus.
Við section kom ekki annað fram en greinilegur status lymphaticus, en
sectionin verður varla talin tæmandi, vegna þess, að craniið var ekki opn-
að, en eins og eg drap á áðan, eru það einkum affektionir í central-tauga-
kerfinu, sem verða hin eiginlega causa mortis í þessum tilfellum.
Eg vil geta þess, að þetta er eina salvarsan-komplikationin, sem eg hefi
fengið hjá minum sjúklingum, síðan eg byrjaði praxis hér í bænum.
Þrátt fyrir þær tiltölulega fáu, en stundum líka alvarlegu komplika-
tionir, sem fyrir geta komið í salvarsantherapiunni, mega menn alls ekki
láta þær hræða sig frá að nota lyfið eða koma mönnum til að vanmeta
hina geysimiklu yfirburði þess yfir önnur antiluetica, sem vér höfum
yfir að ráða.
Á árinu 1932 hefi eg haft til meðferðar 33 sjúklinga mcÖ syfilis.
Af 24, scm luku við meðfcrðina, urðu 23 algcrlcga seronegativir á árinu.
1 var altaf Kahnpositivur, þrátt fyrir mjög rækilega meðferð, en sá
sjúklingur hafði jafnframt Psoriasis, en sá sjúkdómur gefur stundum posi-
tiva blóðreaktion, og áleit eg, að þessi positiva Kahn-reaktion kynni að
standa í sambandi við það, einkum af þvi að öll luetisk einkenni voru löngu
horfin Af þessum 24 sjúklingum voru 22 seropositivir,- þegar þeir komu
til min, og margir þeirra sterkt positivir.
2 voru með primæraf fekt, og urðu aldrei seropositivir.
6 sjúklingar luku ckki við lœkninguna, og voru seropositivir, þegar eg
vissi síðast til þeirra.
2 af þeim voru útlendir sjómenn, og fóru heim til sín, eftir að vera bún-
ir að vera stuttan tima til meðferðar.
2 eru útlendingar búsettir hér á landi, báðir með tertiær lues, og mættu
ekki nema skamman tíma til meðferðar.
1 flutti úr bænum áður en meðferð var lokið.
1 vanrækti lækninguna.
1 sjúkl. dó, sá sem áður er getið.
2 liafa enn ckki lokið lœkningu.
,— Þó enn sé auðvitað ekki Jiðinn nægilega langur timi til þess að vera