Læknablaðið - 01.01.1933, Qupperneq 14
8
LÆKNABLAÐIÐ
sinni í þessum rannsóknum og skýrði margt sem andmælandinn hafÖi
fundið að.
Þá tók næstur til máls próf. Guðm. Thoroddsen. Mintist fyrst erindis
bess, er præses flutti í Læknafél. Rvíkur 1921, þar sem hann fyrst benti ísl.
læknum á hin margvislegu einkenni, sérstaklega frá meltingarfærum, sem
fylgt geta berklasýkingunni. Síðan hefir præses unnið sleitulaust að þess-
um rannsóknum sínum og haft töluverð áhrif á lækna hér með berklakenn-
ingum sinum, þó að sumum hafi fundist hann skjóta yfir markið, en það
vill oft verða urn þá, sem berjast fyrir viðurkenningu nýrra kenninga, og er
það að sumu leyti gott. Árangurinn af rannsóknunum er doktorsritgerðin,
sem orðin er að stórri bók, og er það merkilegt, að praktiserandi læknir, sem
er önnum kafinn við lækningar, skuli hafa þrautseigju í sér til þess að vinna
slíkt verk á hlaupum rnilli sjúkravitjana, spítalastarfs og síkallandi síma.
Præses hefir aflað sér afar mikils fróðleiks og safnað miklu sarnan af því,
sem ritað hefir verið um pseudoulcus, og því verður bókin gott heimildar-
rit um skoðanir manna á því máli, hvað sem liður þeim ályktunum, sem
præses kemst að.
Andmælandinn ræddi síðan við præses um greininguna milli ulcus og
pseudoulcus á grundvelli þess, sem stendur í IV. kafla bókarinnar. Getur oft
verið mjög erfitt, jafnvel við autopsia in vivo, að útiloka sár í maga eða
duodenum með þreifingu að utan, eins og gert hefir verið á sjúklingum
þeim, sem um er að ræða í bókinni og opereraðir voru 2 sinnum, í fyrra
sinni án þess að sár fyndist, en í seinna skiftið voru þeir með ulcera callosa.
Benti og á það, hvernig sár getur horfið svo, að það varla finnist eða ekki nein
rnerki um að það hafi nokkurn tima verið í maganum. Vildi halda því fram,
að margir þeirra sjúkl., sem taldir eru með pseudoulcus, hefðu sennilega haft
ulcus eða gastritis, þó að sárið hafi ekki fundist þegar opnað var. Præses
styður skoðun sína með því, að pseudoulcussjúkl. hafi ekki batnað eins vel
eftir gastroenterostomi eins og við væri að búast hefði þeir haft sár, en
andmælanda j)ótti j)að ckki undarlegt vegna ])ess hve berklasýking þeirra
var mikil. Þar að auki j)ótti honum ekki allskostar rétt farið með, þegar
talað er um árangur lækninganna, hann væri yfirleitt betri en af væri látið
í bókinni, vegna ])ess, að taka ætti mestmegnis tillit til meltingartruflananna
en ekki heilsu sjúkl. í heild.
Var nú rætt fram og aftur um ýms einkenni og einstakar sjúkralýsingar
teknar til athugunar og ræddar, en síðan athugaður V. kafli bókarinnar um
kritik á hinum ríkjandi skoðunum á pseudoulcus með sérstöku tiliti til berkla-
veiki, en þar kemur í ljós, að præses álítur að berklaveiki geti legið til
grundvallar flestöllum þeim kvillum, sem fyrir koma í kviðar- og brjóstholi
og þá sérstaklega þeim, sem gefið geta lík einkenni og magasár, án þess að
um sár sé að ræða. Andmælanda fanst præses ekki hafa fært sönnur á að
svona væri það og hélt, að fáir, sem bókina læsu yrðu honum alveg sam-
mála. Þótti óþarfi að gera pseudoulcus að morbus sui generis, sem orsak-
aðist af berklasýkingu, en vildi halda því fram, að einkennin gætu stafað
af ýmsum kvillum og þá sérstaklega þeim, sem liggja í maganum sjálfum
þar sem aðaleinkennin væru þó frá maganum.
Það sem aðallega gefur bókinni gildi er það, hve hún vekur menn til um-
hugsunar urn diagnosis á ulcus ventriculi, en diagnosis er aðal-skilyrðið fyr-
ir því að nokkur lækning, sem lækninum sé að þakka, geti átt sér stað. Hún