Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1933, Side 15

Læknablaðið - 01.01.1933, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ. .9 bendir líka á það mikla vald, sem berklasýkingin er í heiminum og ekki síst hér á Islandi. En lesa verður bókina meS vakandi kritik og vera á verði og muna það næstum því á hverri blaðsíðu, að bókin er eiginlega agitations- rit fyrir berklaveikinni sem orsök, að ekki sé sagt magasárs, þá einkenna, sem mjög geta likst magasári og sem oft er ómögulegt að greina sundur. Hættan er, að menn fari að trúa alt of mikið á þessar kenningar og haga sér þar eftir, kenna „leyndum berklum“ um hitt og þetta, og sjást svo ef til vill yfir alvarlegri sjúkdóma, seni krefjast fljótra aðgerða, eins og t. d. krabbamein. Að lokum þakkaði andmælandi fyrir bókina, sem sýndi meðal annars að hér væru þó einhverjir, sem áhuga hafa og getu til þess að inna vísindaleg störf af hendi í læknisíræði. Síðan afhenti próf. Guðm. Hannesson præses doktorsbréfið með nokk- urum ávarpsorðum. Kvöldið eftir efndi L. R. til veislu að Hótel Borg, til heiðurs hinum nýbakaða doktor, og sátu hana svo að segja allir læknar í Rvík og Hafnar- firði. Var mjög glatt á hjalla og margt til skemtunar. M. a. kom þar fram bragur sá, sem hér fer á eftir. DISSERTATIO de praedoctoribus, pseudodoctoribus, doctoribusque veris. Erfið er leið, ef ætlar þú að verða unus verorum doctorum, í mörgum fögum áttu þig að herða, æfast við brugg decoctorum. Kennara þarftu að kunna grillur, komast í mjúkinn censorunum hjá, prófi svo um síðir nærðu, samt ei strax að lækna færðu, praedoctor aðeins ertu þá. Þegar þú seinna turnus tekið hefur telstu ei doctor fyrst um sinn, ráðherrann samt þér læknisleyfi gefur, liki honum trú og mórall þinn. Þá loksins ferðu íólk að lækna, fávísir doctor munu kalla þig. Nafni þessu sist má svara, pseudodoctor ertu bara. Best veit það hver um sjálfan sig. Til doctors getur pseudodoctor dregið, þó djúpt virðist kannske á honum, dispositionin latent getur legið, loks sýður upp úr hjá honum. Hann fer að semja, skrifa og skrifa, skriftin hún verður svo að stórri bók, þá hann doctor verus verður, var frá byrjun til þess gerður, aðeins það nokkurn tíma tók. Hvað er það leynda, er liggur bakvið skrifin ? Löngunin eftir sannindum. Kannske hann verði af vísindunum hrifinn, vilji öllum bjarga mannkindum. Stundum því symptom fleiri fylgja, finnast, sem grunsamleg, við mikla leit: löngun eftir fínum fötum, fiðringur í hnappagötum, enginn um slíkt með vissu veit. Má þekkja doctor, pseudo frá þeim sanna, er situr hann við þinn dánarbeð? Reyndu hans ytra og innra mann að kanna, alt verður þú að taka með. Hring getur vantað, hatt og kápu, hann gæti doctor verið fyrir því. Ef til vill það seinna sérðu, seðil hans er lesa ferðu, titil þar vantar aldrei í. Pseudodoctor.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.