Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1933, Side 19

Læknablaðið - 01.01.1933, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 13 garðinum og meira að segja úr korngeymslunni líka, þar sem þær höíðu ekkert vatn. Dr. Loir segir írá slátrara sem hafi alt fult af rottum í kringum sig í sláturhúsinu, þar sem þær spásseri alveg upp í peningaskúffuna. Óðru hvoru stofni hann til mikilla rottuveiða í húsinu með tveim rottuhundum. En hinu- megin við götuna sé annar slátrari, og hann verði ekki var við rottur, enda gæti hann þess að vernda allan úrgang fyrir þeim. Dr. Loir segir, að duglegir kettir sé ágæt vörn gegn rottum, því að þeir verji húsin fyrir rottum, svo að þær nái sér aldrei á stryk. En til þess þurfa kettirnir að vera veiðigarpar. Góða veiðiketti þarf að rækta með tilliti til veiðináttúrunnar, þannig að aldir sé ketlingar undan foreldrum sem bæði hafa reynst vel til rottuveiða. Loks segir hann að komið gæti til mála að nota sömu aðferð og þá, sem best hefir reynst í Ástralíu til að útrýma kanínum. Sú aðferð kvað hafa gefist vel bæði í Italíu og í dýragarðinum í Manchester. En það er að lokka rotturnar inn í lítið hreysi, drepa kvendýrin, en sleppa karldýrunum, svo að þau verði í meiri hluta um tíma. Þá verður áleitni karldýranna svo mikil, að mæðurnar láta fóstrunum og kynið eyðist og hverfur. Ennfremur væri hægt að ala upp rottur, og drepa alla unga sem kven- kyns verða, en ala karldýrin upp, þangað til þau eru orðin nægilega stór til að verja sig og sleppa þeim svo. í stuttu máli ættum við að gera öfugt við við það sem nú er gert til að eyða rottunum. En umfram alt þarf að ala fólkið upp til að unt sé að hefja sigurvænlega baráttu gegn rottunum. Og sérstaklega þyrftu heilbrigðisstjórn- ir bæja og kaupstaða að gera ráðstafanir til að úrgangur og rusl sem fleygt er úr húsunum, verði ekki rottuvarginum til eldis og viðhalds. N. D. Fengnar 5 kandidatastöður í Danmörku. Það hefir verið hið mesta mein fyrir kandidata vora undanfarið, að þeir hafa hvergi haft höfði sínu að að halla á utanferðum sínum til framhalds- náms. Þeim stóðu þar engin kandidatapláss opin nema af hendingu einni, og oft urðu þeir að vera að eins áhorfendur og gestir, án þess að hafa tæki- færi til þess að rannsaka sjúklingana eða fylgjast með því hvernig þeim reiddi af. Fyrir nokkrum árum fór Læknafélag Islands þess á leit, að íslenskir kandi- datar fengju nokkur kandidatapláss í Danmörku. Hafði dr. Skúli Guðjóns- son hvatt til þessa. Frá danskri hálfu var þessu vel tekið, þó að nokkrir erfiðleikar væru á því, en þá hljóp „pólitík" í málið, svo að öll sú ráða- gerð féll um koll. Við heimsókn þeirra Medicinaldirektörs dr. med. Johs. Frandsens og próf. dr. med Fridericia árið 1931 var þessu máli hreyft á ný, og þeim skýrt frá því, hve erfitt ísh kandidötum veitti að afla sér framhaldsmentunar erlendis. Reyndist þá enn sem fyr, að vér áttum góðvild einni að mæta frá Dana

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.