Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1933, Page 20

Læknablaðið - 01.01.1933, Page 20
14 LÆKNABLAÐIÐ hálfu, en hinsvegar átti nú mikilsmegandi maÖur hlut að máli, þar sem Medicinaldirektörinn var. Siðan hafa nokkur hréf farið á milli um þetta mál, en um áramótin bár- ust oss þau gleðitiðindi í bréfi frá Medicinaldirektör Frandsen, að nú væri það klappað og klárt. Eftir ýmsa samninga við hlutaðeigendur í Danmörku, hafa fengist 5 „surnumerær" kandidatapláss á ágætum sjúkrahúsum. Kandi- datarnir fá ókeypis fæði og húsnæði, en engin laun. Þeir taka þátt í öllum störfum sem reglulegir kandidatar. Gert er ráð fyrir því, að 3 kandidatar komist að 1. mars og 2 kandidatar 1. sept. Starfa þeir hálft ár á lyflækna- deild og hálft á handlæknadeild. Samningar um þetta gilda fyrst um sinn til þriggja ára. Þó að þetta sé mikill fengur fyrir íslenska kandidata, þá væri það auð- vitað æskilegt, að þeir gætu fengið nokkurn fjármunalegan styrk aukreitis. Vonandi leggur Sáttmálasjóður hér nokkuð af mörkum í þessu augnamiði af fé því, sem veitt er til utanfarar kandidata. Auk þess hefir Læknafélag Islands sótt um nokkurn styrk frá danska sáttmálasjóðnum. Gangi nú alt þetta í ljúfa löð, þá er kandidötum vorum tiltölulega vel borgið. Það hefir kostað töluverða fyrirhöfn í Danmörku, að koma þessu öllu í kring, og seint myndi það hafa gengið, ef Medicinaldirektör Frandsen hefði ekki rétt oss hjálparhönd. Fimm manna nefnd annast alt, sem gera þarf framvegis í þessu máli í Danmörku, og eiga þessir sæti í henni: Medicinaldirektör dr. med. Johs. Frandsen. C. D. Bartels, Overkirurg ved Viborg Amts- og Bysygehus. Áge Finsen, Kontorchef i Indenrigsministeriet. Dr. med. Skúli Guðjónsson, Fabriklæge. Dr. med. E. Meulengracht, Overlæge ved Bispebjerg Hospital, Afdel. B. Þá hefir og verið skipuð 5 manna nefnd, til þess að velja úr umsækjend- um og annast alt hér. I henni eru: Próf. Guðmundur Hannesson. Próf. Guðmundur Thoroddsen. Próf. Jón Hj. Sigurðsson. Próf. Níels Dungal. Docent Matthías Einarsson. Þrjú kandidatapláss eru þegar veitt (Gerður Bjarnhéðinsson, Pétur Jak- obsson og Jón Steffensen). I haust fást væntanlega 3 pláss, eitt 1. nóv. og tvö 1. okt. Umsóknir sendisí Lœknafcl. ísl. fyrir 1. sept. G. H. Ný lagafrumvörp Ritstjórn Læknablaðsins hefir beðið mig um að geta að nokkru frum- varpa þeirra, er nú liggja fyrir Alþingi og snerta heilbrigðismál. Fjögur frumvarpanna eru stjórnarfrumvörp, flutt að tilstuðlan land- læknis, en hin flytur hann sjálfur. Frumvörpin eru hér tekin í þeirri röð, er þau komu fram í þinginu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.