Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1933, Side 22

Læknablaðið - 01.01.1933, Side 22
i6 LÆKNABLAÐIÐ 4. Frmnvarp til laga um sjúkrahús. Þetta eru ný lög, og eru helstu ákvæÖi þessi: Leyfi ráÖherra þarf til aÖ reisa sjúkrahús eÖa taka húsnæði til slíks reksturs. Sérstakur sjúkra- hússlæknir eða yfirlæknir skal vera við hvert sjúkrahús eða hverja þá stofnun, er tekur sjúklinga til dvalar og lækninga. Hefir hann lækniseftirlit með rekstri sjúkrahússins, er til andsvara heilbrigðisyfirvöldum o. s. frv.). Viðurkenning ráðherra verður að vera fyrir þvi, að yfirlæknirinn sé starf- inu hæfur. Þó skal héraðslæknir teljast hæfur til að vera yfirlæknir sjúkra- húss, innan síns héraðs, sem ekki tekur fleiri en 20 sjúklinga. Ef meiri hluti héraðsbúa samþykkir að reisa sjúkrahús eða læknisbústað, þá getur ráðherra gert samþyktina skuldbindandi fyrir öll sveitarfélög læknishér- aðsins, en þó má leysa einstök sveitarfélög frá þessari kvöð, ef teljast verð- ur, að þau hafi stofnunarinnar ekki not. Þátttaka sveitarfélaganna i kostn- aðinum er miðuð við hlutfallslegan fólksfjölda og mismunandi kostnað við læknisvitjanir, ef um læknisbústað er að ræða. Verði stofnunin lögð nið- ur, getur ráðherra krafist endurgreiðslu á ríkissjóðsstyrk þeim, er veitt- ur hefir verið til hennar. Yfirstjórn allra sjúkrahúsa, er ríkið á eða starf- rækir, skal skipuð 5 mönnum. Fleiri eru ekki stjórnarfrumvörp. Þau, sem hér fara á eftir, eru flutt af landlækni sjálfum. 5. Breyting á sjúkrasamlagslögunum er fer fram á að heimila ráðherra að lögskrá sjúkrasamlög fyrir skóla, aðra en barnaskóla. 6 Frumvarp til laga um lœknishéraðasjóði, og er það samhljóða frum- varpi því, er landlæknir flutti á síðasta þingi. 7 Frumvarp til hjúkrunarkvennalaga. Frumvarpið stefnir í svipaða átt og ljósmæðralagafrumvarpið. Fulllærðar hjúkrunarkonur hafa þar sín rétt- indi og sínar skyldur, og gerir frumvarpið þær hinar sömu „ríkisviður- kendar". 8 Frumvarp til laga um lífeyrissjóð Ijósmœðra, samið af Brynj. Ste- fánssyni, sérfræðingi í tryggingum. Er stofnfé sjóðsins 10.000 kr. árlegt framlag ríkissjóðs, og iðgjöld lögskipaðra ljósmæðra, sem er 4% af föst- um launum þeirra. Hefir ríkisféhirðir á hendi reikningshald sjóðsins. Loks ber landlæknir fram þingsályktunartillögu um styrk handa lækni til að nema lyfjafræði, 6000 kr. samtals á 3 árum, gegn kr. 3000.00 annars- staðar frá. Á læknadeild háskólans, í samráði við landlækni, að velja lækn- inn Verksvið hans, er hann hefir lokið námi, er það, er hér segir: 1. að vera trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar og landlæknis í öllu, sem við kemur lyfjum. 2. að vera forstöðumaður eða ráðunautur lyfjaverslunar ríkisins; 3 að veita forstöðu lyfjarannsóknarstofu til tryggingar eftirliti með lyfj- um, lyfja og efnagerð, innflutningi lyfja, lyfsölu o. s. frv. 4. að kenna lyfjafræði við læknadeild Háskólans, og 5. að veita forstöðu skóla fyrir lyfsala, ef hann verður settur á stofn hér á landi. Bjarni Snæbjörnsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.