Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1933, Page 24

Læknablaðið - 01.01.1933, Page 24
LÆKN ABLAÐIÐ 18 gæti eg því, að læknum þætti ólíkum hlutum slengt saman í eina súpu og mörg verk illa borguð. Gaman þætti mér að heyra, hversu læknar fella sig við gjaldskrárskipu- lagið. Eg hefi alderi séð jafn grautarlegt skipulag. G. H. Gjaldskrá praktiserandi lækna. Fundur var haldinn í Læknafélagi Reykjavíkur 23. febrúar 1933, að Hótel Borg, til þess að ræða bréf landlæknis til félagsins, dags. 17. febr. 1933, viðvíkjandi taxta fyrir praktiserandi lækna. Bréfið er svohljóðandi: „Landlæknirinn. Reykjavik 17. febr. 1933. Samkv. 13. gr. í lögum nr. 47, 23. júni 1932, ber ríkisstjórninni að leita samninga um gjaldskrá fyrir lækna, aðra en héraðslækna. við stéttarfélag þeirra. Með því að gjaldskrá fyrir héraðslækna, sem hér á að miða við, er þegar staðfest og gengur í gildi hinn 1. næsta mánaðar, leyfi eg mér, eftir að hafa borið mig saman við ráðherra, að snúa mér til yðar um, að þér takið sem fyrst upp samningaumleitanir við mig, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fyrst og fremst vegna starfandi lækna hér í bænum, og, ef unt væri, fyrir alla starfandi lækna i landinu, á þann hátt, að þér yrðuð yður úti um umboð til þess, frá þeim læknum, sem standa munu utan félagsins. (Sign.) Vilm. Jónsson. Til Læknafélags Reykjavíkur." Fundurinn var fjölsóttur. Formaður minti á samþykt þá, sem gerð var á aðalfundi L. I. síðastl. vor, þar sem L. R. var falin framkvæmd, f. h. félags- manna, í launamálum ólaunaðra lækna. Dr. med. Halldór Hansen hafði stutta framsögu. Eftir að nokkrir fund- armanna höfðu látið í ljós samskonar skoðanir og frummælandi, var svo- hljóðandi tillaga hans samþykt af öllum viðstöddum félagsmönnum: „Lœknafélag Rcykjavíkur cr stcttarfélag. Það lítur svo á, að það hafi fidlan rétt cins og önnur stcttarfélög til þcss að ráða sjálft fé- lagsmálum sínurn, og þá einnig gjaldskrá fyrir vcrk þeirra félaga sinna, scm ekki cru cmbœttismcnn ríkisins, án íldutunar ríkis- eða stjórnarvalda, á sama hátt og önnur stéttarfélög í landinu. Félagið telur því að allar tilraunir frá ríkisvaldsins hálfu til þcss að lögskipa félagsmönnum vcrkagjaldskrá, séu fyrst og frcnist stjórn- arskrárbrot og í 'óðru lagi ósanngj'örn og tilefnislaus árás á þann fc- lagsskap, sem allra stéttarfélaga mcst vinnur að mannúðar- og líknar- störfum, og það oft að mcira cða minna lcyti án nokkurs endurgjalds. Af þessum ástccðum mun félagið cnga samninga taka upp við land-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.