Læknablaðið - 01.01.1933, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
19
lœkni nc heilbrigðisstjórn um gjaldskrá sína, en mun fylgja gjaldskrá
þcirri, cr fclagar Jiafa orðið ásáttir um,
Aftur á móti vill fclagið taka það fram, að það er rciðubúið, ef
heilbrigðisstjórnin óskar þcss, að taka upþ samninga á grundvelli
gjaldskrár fclagsins um gjald fyrir störf, er félagar kunna að vinna
í þarfir ríkisins
Var landlækni síÖan send samþykt þessi.
Úr erlendum læknaritum.
Therapi 1932.
Dr. Harvier gefur gott yfirlit yfir helstu nýjungar í therapi á liÖna ár-
inu i Paris Médical 3./12. '32. Þar er aÖallega getiÖ þess, sem fram hefir
komi'Ö í Frakklandi af nýjum lækningaaÖfer'Öum. British Medical Journal
tekur greinina að mestu leyti upp, og er hér farið eftir þvi riti.
Frá Pasteurs-stofnuninni hefir komið út sérstakt rit um bólusetningu
gegn berklaveiki í mönnum og dýrum með B.C.G. í þetta rit er safnað
saman 46 skýrslum úr ýmsum löndum (Frakkland ekki tekið með), sem
gefa yfirlit yfir þá reynslu, sem fengin er með hólusetningu á börnum á
ýmsum aldri, og alin upp undir sömu skilyrðum, þannig að sýkingarhætt-
an á að vera alstaðar sú sama. Hér er enn á ný staðhæft, að bóluefnið
sé ósakæmt, og að það lækki dánartöluna úr berklaveiki. — Nýjar skýrsl-
ur um immunisation með anatoxini, gegn barnaveiki sýna, að árangurinn
af þessari immunisations-aðferð verður betri með hverju árinu, sem líður.
F.inn höfundur leggur til að tekin verði upp reglubundin bólusetning á
ungbörnum, með blöndu af stóru-bólu- og barnaveikis-bóluefni. — Menn
hallast meira og meira að gagnsemi serumlækninga gegn streptokokka-
infektionum, og er ekki vonlaust um, að takast megi, áður en langt um líð-
ur, að vinna bug á þessum illkynjuðu infektionum, jafnvel þeim, sem or-
sakast af hæmolytiskum streptokokkum.
Svo er að sjá, sem infektionir af b. coli láti prýðilega undan serum því,
sem kent er við Vincent. Tvær nýjar aðferðir hafa verið teknar upp, til
að vinna á móti serum-sjúkdómum. Annarsvegar að gefa pancreatin per
os, bæði profylaktiskt og til að draga úr einkennum, sem þegar eru kom-
in fram, hinsvegar að gefa samtímis natrium benzoat og salicylat. Ýmsir
franskir læknar láta vel af vaccinemeðferð á tyfus og paratyfus. Við tetan-
us hafa menn fengið sérlega góðan árangur með þvi að dæla inn i æð
serum og urotropin í senn. Talið er, að urotropin létti antitoxininu aðgang-
inn að mænuvökvanum. — Gegn encephalitis postvaccinalis virðist gef-
ast vel að dæla inn i mænugang, æðar og vöðva, serum úr öðrum, sem
nýlega hefir verið bólusettur og bólan komið vel út á.
Þá hafa menn tekið upp á að dæla alkoholi inn í æðar, og virðist það
hafa gefist vel gegn barnsfarasótt, lungnabólgu, lungna-abscess og jafnvel
stroptokok-endokarditis. Það er notað þannig, að 66 ccm. af alkoh. abs.
er látið saman við 140 ccm. af fysiologisku serum (Ringers blanda). —