Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1933, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.01.1933, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 21 ur að eins hitakassa og pensla með klukkustundar millibili, þangað til svört skorpa er komin yfir alt brunasvæðið. Blöðrur ætti að opna eftir því sem þær rísa upp og pensla „gólfið" í þeim jafnharðan. Þegar bruninn nær alt í kringum bolinn er sexföld grisja, vætt í tannin-blöndu, lögð við þá hlið- ina sem minna er brunnin, en bruninn annars hafður umbúðalaus undir grind eða hitakassa, og penslaður að staðaldri með pensli eða vættur með ýri (,,sprayer“). — Kinverjar hafa lengi notað sterkt te við bruna. Líklegt er, að sterkt kaffi myndi gera svipað gagn. N. D. Kokeitlar og kvillasemi. Sérstök nefnd var skipuð í Englandi 1929, til að athuga sambandið milli c-itlavaxtar í koki og nefkoki og ýmissa kvilla. Kokeitlunum hefir lengi verið kent um að vera valdir að margvíslegum sjúkdómum, og enginn efi er á, að stækkaðir kokeitlar standa t. d. mörgum börnum fyrir þrifum, en mikið vantar á brotalausa þekkingu um þessi efni. Arangurinn af starfi ensku nefndarinnar er að ýmsu leyti markverður. Hún finnur eitlavöxtinn jafnt í öllum stéttum þjóðfélagsins, í vissum fjöl- skyldum meira en öðrum. Hann finst snemma eftir fæðingu, og virðist jafnvel byrja fyrir fæðingu. Tannskemdir voru svo oft samfara eitlavext- inum, að allar likur eru til, að eitthvað samband sé þar á milli, hvort held- ur annað er orsök til hins eða hvorttveggja á sér sameiginlega orsök. Nefnd- inn fann eitlavöxt svo oft samfara beinkröm, að hún taldi æskilegt, að rann- sakað yrði hvort skortur á D-fjörvi ætti a. m. k. ekki þátt í eitlavextinum. Eitlavaxtarins verður iðulega vart á 1. ári barnsins, sjaldan seinna en á 9. ári, og í flestum tilfellum er hann kominn fram um 5 ára aldur. Kok- eitlarnir geta verið stækkaðir út af fyrir sig, og sömuleiðis nefkokseitl- arnir, án þess að vöxtur sé í hinum. Algengt var, að slíkum börnum seinkaði við námið, stundum vegna heyrnardeyfu, sem iðulega er samfara vexti í nefkokseitlum, og stundum vegna þess sem kallað hefir verið aprosexia, nl. þegar sjúkl. er annað veif- ið vel andlega vakandi, en hitt utan við sig eða eins og í draumi. Þegar eitlarnir voru teknir, batnaði flestum börnunum, en batinn var ekki altaf varanlegur. I Ameríku hafa verið rannsökuð miklu fleiri börn heldur en enska nefnd- in gat komist yfir. Af 10.000 börnum, sem eitlarnir höfðu verið teknir úr. eftir að sömu læknar höfðu ráðlagt aðgerðina, hefir helmingurinn ver- ið skoðaður aftur ári eftir aðgerðina, og alt ástand þeirra athugað (Kaiser, 1922). Eftirfylgjandi tafla sýnir kvilla þá, sem taldir voru að standa í sam- bandi við kokeitlana, og hve mikil brögð voru að þeim fyrir og eftir aðgerðina: Sjúkdómar Fyrir aðgerðina Tala °/0 Eftir aðgerðina Tala °/0 Munnöndun 3587 72 403 9 Iðuleg hálsbólga 28/O 57 272 5 Iðulegt kvef 2309 46 400 8 Stækkaðir hálseitlar 2182 43 2100 42 Eyrnakvillar 1131 22 238 4 Iðuleg sótthitaköst 428 8 51 1 Liðaverkir, „vaxtarverkur" 200 4 37 °,7

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.