Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1933, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.01.1933, Qupperneq 28
22 LÆKNABLAÐIÐ Sumir af kvillunum gerðu fyrst vart viÖ sig eftir a‘ð kokeitlarnir höfðu verið teknir, en sá eini, sem algengt var að fram kæmi í fyrsta skifti eftir eitlatökuna, var stækkun á hálseitlum, sem sást hjá yfir noo börnum inn- an árs frá kokeitlatökunni. I þeim tilfellum, þar sem kokeitlarnir fyrir aÖgerðina báru vott um infektion og hypertrofi, eða infekton án hyper- trofi, sást bati eftir aðgerðina, en ef aðgerðin hafði verið gerð eingöngu vegna stækkunarinnar, varð einskis greinilegs bata vart á liðan barnsins eftir aðgerðina. Ari eftir eitlatökuna var mikill hluti barnanna i lélegum holdum (29%) og kemur það heim við álit ensku nefndarinnar, þar sem Kaiser segir að sýktir kokeitlar eigi lítinn þátt í likamlegu framfaraleysi barnanna. Þótt ekki sé máske mikið leggjandi upp úr dómi aðstandendanna, er vert að geta þess, að foreldrar 84% af börnunum töldu þau hafa haft gott af að eitlarnir voru teknir. Seinna (1924) gerði Kaiser tilraun til að fá áreiðanlegt svar við spurn- ingunni: „Hafa börnin varanlega gott af eitlatökunni ?“ Hann á þar sér- staklega við þau tilfelli, þar sem kok- og nefkokseitlar gáfu greinilega ástæðu til aðgerðarinnar, án þess þó að vera stórvægilega sýktir. I þetta skifti voru 1200 börn rannsökuð 3 árum eftir aðgerðina, enda voru ná- kvæmar skýrslur til um ástand þeirra, áður en eitlarnir voru teknir. Til samanburðar voru höfð 1200 börn, sem ráðlögð haíði verið eitlataka á sama tíma, og að svo miklu leyti sem unt var, af sömu ástæðum, en sem einhverra orsaka vegna höfðu ekki verið ópereruð. Því miður er ekki get- ið um aldur barnanna í þessum 2 flokkum, en það er tekið fram, að ytri aðstæður þeirra hafi því sem næst verið þær sömu. Þrjú atriði voru tekin til samanburðar: 1) subjektiv einkenni frá kokinu, 2) infektion, 3) holdafar. Eftir samanburðinum að dæma, er ekki að sjá að eitlatökunni fylgi mikill ábati fyrir sjúklinginn. Hinir algengu kvillar í larynx, bronchi og lung- um voru jafntíðir hjá þeim eitlalausu og hinum. Infektionssjúkdómar verða ekki sjaldgæfari, nema ef vera skyldi barnaveiki. Holdafar batnaði engan veginn alment, en aftur á móti sást bati á munnöndun, tilhneigingu til nef- kvefs, hálsbólgu og eyrnabólgu. I síðustu ritgerð sinni (1927) kemst Kaiser inn á spurninguna „hvort enudeation á kokeitlunumu muni vernda barnið fyrir liðagigt, chorea og hjartabilun, ef slíkar infektionir séu ekki fyrir. Og ef þær eru fyrir, hvort sama aðgerð muni veita nokkra tryggingu gegn því að veikin taki sig upp“. Hann tilfærir athuganir annara um þessi efni, sem hann segir, að bein- ist flestar í j)á átt, að afturköst sé alt að ])vi, ef ekki alveg eins algeng hjá þeim ópereruðu og hinum. Sjálfur fylgdist hann í 5—S ár með 20.000 börnum. sem eitlarnir höfðu verið teknir úr, og 28.000, sem ekki voru ópereruð. Þessir 2 flokkar hafa víst ekki verið frekar stranglega sambæri- legir en hinir, sem getið er urn að framan, og maður skyldi því með allri varfærni taka niðurstöður Kaisers gildar um að barn, sem eitlarnir eru teknir úr áður en það sýkist, hafi mun meiri líkur til að komast hjá sýk- ingu af febris rheumatica, heldur en hitt, sem eitlarnir eru ekki teknir úr, og hjartabilun sé sjaldgæfari meðal hinna kokeitlalausu. Eftirtektar- vert er, að skartlatsótt er rúmlega tvöfalt tíðari hjá börnum sem eitlarnir hafa ekki verið teknir úr, heldur en hjá þeim ópereruðu. en sá munur kom ekki fram í rannsókn hans á börnum einu ári eftir aðgerðina. Þessi

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.