Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ % Fylgir þessu blóÖfylling í lifur, kviðarholsæðunum og í hægra helmingi hjartans, sem víkkar út, stundum gífurlega, enda verður hjartavöðvinn vatnsósa og missir við það stælni sína. Hin klinisku einkenni, sem þessu fylgja, er fyrst og fremst finnanleg (og sjáanleg með röntgen) stækkun á hjartanu til hægri hliðar. Síðar get- ur einnig komið nokkur stækkun til vinstri, en lítil eða engin upp á við. Hjartastækkunin til hægri er eitt af höfuðeinkenuum veikinnar. Hún kem- ur auðvitað ágætlega fram við röntgenskoðun, en er ekki jöfn, verður breið- ust neðst, en mjókkandi upp, svo að hjartað verður ekki alls kostar ósvip- að mítri i laginu. f dæmi I. hér á eftir, leit svo út við gegnumlýsinguna, sem hjartað lægi hálfútflatt, eins og illa fyllt blaðra, ofan á þindinni, sem verður hástæð vegna lifrarstækkunarinnar. Þegar þrýst er á kviðinn eða neðan á lifrina með flötum lófa, þá pressast blóðið þaðan inn í hjartað, sem glennist við það finnanlega eða röntgen-sýnilega enn þá meira út til hægri. Auðvitað finnst þetta einkenni aðeins þegar stælni hjartavöðvans hefir minkað að verulegum mun. Hjartahljóðin eru oft alveg hrein, en skýrari við brjóstbein en brodd, og með áherslu á síðari tóninum yfir ofanverðu svæðinu (æðaopunum). Séu mishljóð fyrir hendi, stafandi af þessum sjúkdómi, þá heyrast þau einnig best við vinstri brjóstbeinsrönd. Hægri hjartahelmingurinn liggur sem sé framar en sá vinstri. Við hina miklu stækkun á þeim hægra, ýtist hjarta- broddurinn út á við og einkum aftur á við, en hægra hjartahólfið liggur út að rifjum, einnig vinstra megin við brjóstbeinið. Hljóðin frá hægra helmingi yfirgnæfa því alveg hin. Á ýmsum sjúklingum okkar komu fram mishljóð við adrenalinprófun, þótt ekki bæri á þeim áður. Hjartslátturinn er venjulega mjög áberandi milli rifjanna við vinstri brjóstbeinsrönd. Verður hann, er á líður, tvöfaldur með einkennilega flökt- andi hreyfingu á hjartavöðvanum, sem finnst með flötum lófa, og yfir- gnæfir hún alveg broddsláttinn. Arytmiur koma aftur á móti ekki fram við beriberi, því leiðsluhæfni hjartavöðvans helst, þótt samdráttarmögu- leikinn minki. 1 sambandi við hinn lækkaða diastoliska blóðþrýsting, sem Shimazono benti fyrst á sem nokkuð stöðugt einkenni við berilieri, Aalsmeer hefir ritað mikið um og Wenckebach nýlega sannað, að stafar af minkaðri sam- dráttarhæfni í arteriólunum, þá koma fram ýms einkenni frá æðunum. Er fyrst að telja sýnilegan og áberandi æðaslátt á kviðnum yfir aorta og á hálsi yfir carotis. Meira má þó leggja upp úr æðatónum, sem heyrast við hlustun yfir viðkomandi slagæð og er mjög mikilsvert einkenni, en kemur seinna. Ber þar fyrst að telja a. femoralis, síðar a. bracchialis og síðast a. radialis eða jafnvel a.dorsalis pedis. Æðatónn heyrðist á ýmsum sjúklingum hér tiltölulega snemma líka yfir aorta á II. mjóhryggjarhlið baka til, og er rétt að hafa þann stað einnig í huga. Þessi æðaeinkenni eru lítt áberandi í fyrstu, en þá má framkalla þau eða auka með adrenalinprófun Aalsmeers, sem er i því fólgin, að dæla 1 ccm. af sol. adrenalini inn undir húð, en gerast verður það með gætni. Eg lét mér nægja )4—Ya ccm. og fékk af því góðan árangur. Mjög bráð- lega eftir inndælinguna fær sjúklingurinn ákafan hjartslátt, æðaslátt á kviði og hálsi, diastoliski þrýstingurinn fellur og æðatónar verða heyranlegir,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.