Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ I 21 Framhaldsmentun héraðslækna. Á voruni dögum getur naumast farið hjá því, að hver læknir, sem ekki les að staðaldri talsvert af læknisfræðisblöðum og ritum, verði aftur úr jafnvel á fárra ára fresti, og standi miður í stöðu sinni en skyldi. Við þetta bætist, að læknisfræði verður ekki lærð af bókum eingöngu. Menn verða líka að sjá og þreifa á hlutunum, læra verklega. Hvernig er svo bókleg framhaldsmentun hjá oss? Hvaða tímarit kaupa læknar og lesa að staðaldri? Læknablaðið spurðist fyrir uin þetta einfalda mál og fékk að eins svör frá 4 — fjórum — læknum! Það getur verið, að þetta sé alt í allgóðu lagi, en sé svo, þvi ekki að svara fyrirspurn um mikilsvert mál, sem gerð er af góðum hug? Sé nú hinsvegar einhverju áfátt í því að fylgjast með tímanum, til hvers er þá að dylja það, í stað þess að gera sér ljósa grein fyrir hlutunum og bæta úr því, sem miður fer? Það ætti þó að vera tiltölulega auðvelt fyrir alla lækna, að kaupa að minsta kosti eitt gott tímarit og við og við ein- hverja góða bók, ef ekki vantaði viljann. Erfiðara er að eiga við verklegu fræðsluna. Vér höfum til þessa einkum leitað hennar í útlöndum. Þetta kostar dýrar ferðir og staðgöngumann m. m. Og þó ekki sé talað um annað en héraðslæknana, sem nú eru 49, þá þyrftu þeir að fara utan eða leita sér framhaldsfræðslu 5. hvert ár. Um 10 á ári þyrftu þá að geta varið nokkrum tíma til þessa. Fyrir rúmum áratug veitti þingið 3000 kr. til utanferða héraðslækna og var ætíð mikil eftirsókn eftir þessum styrk. Svo var hann færður nið- ur í 2000 kr. og afnuminn með öllu á síðasta þingi. Svo rausnarlega fórst stjórn og þingi. Þau hafa sjálfsagt haldið, að héraðslæknar væru svo ríkir, að þeim væri engin vorkunn að leggja fram 1—2 þús. kr. úr sínum vasa. Öðruvisi var litið á þetta niðri í Danmörku. Þar hreyfði medicinaldirektör Johs. Frandscn þvi, hvort ckki gerðist nauðsyn á því að greiða eitthvað götu íslensku héraðslæknanna, útvega þeim greiðari aðgang að framhalds- námi en verið hefði. 1 sama streng tók Dcn ahnindclige danskc lœgcforcning. Stjórn þess félags sendi mér bréf þess efnis, aff fclagið skyldi gefa íslensk- um lœknum, scm þcss óskuðu, ókcypis affgang aff framhaldsnámsskciðum, sem félagið heldur árlega fyrir danska lækna, og lausir skyldu og íslensku læknarnir við innritunargjald. Það er eins og Danir hugsi hálfu meira um íslensku læknana en heil- brigðisstjórnin hér. Það er augljóst, að vér getum ekki verið án framhaldsmentunar og henn- ar betri og fyllri en verið hefir, þó sumir læknar hafi mikinn áhuga sýnt í þessa átt. En hvernig getum vér best hagað henni? Um tvent er að velja: framhaldsmentun hcr eða crlendis. Hvorttveggja gæti og komið til tals samtímis. Framhaldsmentun erlendis gæti aðallega verið innifalin í því að taka þátt í framhaldsnámsskeiði í Danmörku eða annarsstaðar. Þar eru haldnir fyrir- lestrar um allar helstu nýjungar, en verkleg æfing fæst þar lítil eða engin. Hana mætti fá á spítala, t. d. starfa þar sem kandidat í nokkra mánuði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.