Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 26
104 LÆKNABLAÐIÐ Pellagra hjá þessum manni hefir auÖvitað sennilegast veriÖ sekundær, krabbameinið primært, og alkoholi'S hefir máske verkað disponerandi. Eg á erfitt með annað en halda það, að ef pellagra hefði verið diagnostiseruð hjá honum fyr, þ. e. áður en hann í rauninni var dauðvona, þá hefðu opera- tionshorfurnar verið öðruvísi fyrir hann, carcinomið extirperað, því við sektionina sýndi sig að það hefði verið gerlegt, hefði maðurinn að öðru leyti getað þolað operation. Eg ætlaði að lokum að eins að fara nokkrum orðum um mcðferðina á pcllagra. Hún er, mér liggur við að segja auðvitað, fyrst og síðast matarœðilcg (dietætisk). Sjúklingunum á að gefa mikið ger, 20—40 g. dagl., lifur, létt- steikt kjöt, egg og mjólk, ef þess er kostur. Fæðan þarf að vera sem fjöl- breyttust og lystarlegust, alveg eins þó að sé niðurgangur. Ko/A'sambönd og Ultranol þarf oft að gefa vegna þess hver áhrif sjúkdómurinn oft hefir á beinin, við þunglyndinu er oft best að gefa saltsýru eða cítrónsýru og brom- codcin, verkir eru stundum svo miklir í fótunum, að gefa verður morfin. Prognosis: Væg tilfelli af primær pellagra eiga að hafa góðar batahorf- ur með viðeigandi meðferð. Erfiðleikar eru því miður oft mjög miklir á að greina sjúkdóminn á meðan hann er á vægu stigi, einkum ef ekki er kominn dermatitis, en pellagra einkenni kváðu menn geta haft upp undir það heilt ár áður en dermatitis kemur í ljós. f þyngri tilfellum má reikna með alt að því 20% mortalitet, 10% kronici- tet, hvað svo sem aðhafst er. Væg tilfelli af secundær pellagra hafa oftast sæmilega prognosis, en grund- vallarsjúkdómurinn getur oft verið þannig, að það skifti ekki verulegu máli hvort sjúklingurinn hefir væga pellagra líka eða ekki. Þung tilfelli af secundær pellagra liafa lakari prognosis en þau primæru, án tillits til grundvallarsjúkdómsins. Profylaxis. Mestar líkur fyrir því að rekast á pellagra hér á fslandi er hjá sjúklingum með kroniska meltingarsjúkdóma, hjá sjúklingvtm með lang- vinnar kroniskar infektionir og hjá geðveikum. Það er því mjög æskilegt, að lælcnar sem með þess konar sjúklinga hafa að gera, hafi hugfast, að skort- ur á B2-vitamini í fæðu sjúklinganna getur komið fyrir líka hér á íslandi og haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Eg vil að lokum geta ])ess, að við samningu þess, sem eg hér hefi sagt, hefi eg aðallega stuðst við: 1) Ernst Meyer: Toxische Erkrankungen des Ner- vensystems í Handbuch d. inn. Medizin eftir Mohr & Staehelin, 2) Annual review of Biochemistry, 1932 og 1933, útg. af the Stanford Univ. Press, og 3) síðast og ekki síst við ágæta grein eftir Hess Thaysen um pellagra í Hospitalstidende 1933. Hefi eg leyft mér að taka mikið upp úr grein hans og þekki eg hann það að góðu, að hann myndi fúslega hafa levft mér það, ef tími hefði verið til þess að spyrja hann áður.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.