Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 40
ii8 LÆKNABLAÐIÐ Við sjáum á línuritunum hina geysimiklu hækkun manndauðans á æsku- árunum, sem sumpart kernur af nýsmitun á j)essu tímabili, og ekki síður af endogen endursmitun jteirra, er frumsmitaðir voru á barnsaldri, og sennilega einnig að nokkru leyti af exogen superinfektion. Þessi hækkun manndauðans á jæssu tímabili er miklu meiri hjá okkur en í nágranna- löndunum. Hér verðum við sérstaklega að vera á verði. Hin nýja stefna í berklavörnum nútímans er að finna j)essi nýju tilfelli hjá æskulýðnum og lækna j)au, helst áður en j)au gera vart við sig subjektivt að nokkru ráði. Þetta verður að gerast með iðulegum Röntgenskoðunum. Best væri, að allur æskulýðurinn væri skoðaður á þenna hátt einu sinni á ári, og sum- ir oftar, ef sérstök ástæða væri til. Hvemig verður j)essum berklavörnum komið við hér á landi? Erlendis er hjálparstöðvafyrirkomulagið nú víða orðið miðstöð berklavarnanna, en fyrirkomulagið verður að sniða eftir landsháttum. Aðstaðan er ekki sú sama í Reykjavík og í hinum „dreifðu bygðum". Á læknaþinginu í fyrra var eg og dr. med. Halldór Hansen, kosriir til þess að athuga berklavarnir og núgildandi berklavarnalög, í samvinnu við landlækni, og koma fram með breytingatillögur, sem miðuðu að því að gera varnirnar áhrifameiri og helst kostnaðarminni en nú er. Ýmislegt hefir valdið því, að við sjáum okkur ekki færst að koma hér með ákveðnar tillögur, enda hefir landlæknir ekki séð sér fært, — sem ráðunautur heilbrigðisstjórnarinnar, — að taka þátt i þessum nefndarstörí- um. Þó höfum við athugað þetta mál nokkuð og mun dr. Halldór Hansen gera grein fyrir nokkrum atriðum, sem við höfum rætt um og viljum benda á. r Bendingar berklavarnarnefndar L. I. (Framsöguræða Halldórs Hansen). Háttvirtu fundarmenn! Á síðasta j)ingi L. I. vorum við próf. Sig. Magnússon kosnir í nefnd, er koma skyldi með tillögur til endurbóta á berklavarnalöggjöf vorri. Odda- maður nefndarinnar skyldi landlæknir vera. Landlæknir vildi j)ó ekki eiga sæti í slíkri nefnd, j)ar eð hann óskaði eftir að hafa óbundnar hendur gagnvart væntanlegum tillögum nefndarinnar, sem heilbrigðisstjórnin myndi bera undir hann. M. ö. o., nefndin var stýfð j)egar í upphafi, og vorum við próf. S. M. þá í vafa um það, hvort ætlast væri til að við ynnum nokkuð að þessu máli. Okkur fanst þó rétt (enda mjög ljúft), að ræða það nokkuð og að koma fram með nokkrar bendingar, þegar á þessu þingi, viðvíkjandi breyt- ingum á berklavarnarlöggjöfinni og berklavörnum yfirleitt, er okkur þykja mest aðkallandi og tiltækilegar fyrst í stað. Það, sem eg j)vi segi hér í nafni okkar próf. S. M., eru engar endan- legar tillögur, en við leggjum til, að þetta þing kjósi aftur nefnd, er komi fram með endanlegar tillögur í þessu þýðingarmikla máli. Við sáum einmitt af hinu fróðlega erindi próf. Sig. Magnússonar, er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.