Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 123 væri fróÖlegt a'Ö vita, hvað héraÖslæknum væri næst skapi. Hitt er vafa- laust, aÖ þeim er þörf á íramhaldsmentun, engu síÖur en læknum erlendis, ekki síst læknum, sem sitja i litlum héruðum og hafa lítið að starfa. Eg hefi hér aðallega haft héraðslæknana í huga. Auðvitað er sama þörf- in hjá flestum eða öllum læknum, en framhaldsmentun embættislausra lækna hlyti að verða með líkum hætti og héraðslækna. G. H. Úr erlendum læknaritum. Influensa. Þegar spánarveikin gekk í japan 1918, voru þessar tilraunir gerðar á læknum og hjúkrunarstúlkum: Uppgangur frá 43 influensusjúkl. var gerður að emulsio með Ringers- vökva. Henni var síðan ýtt inn í nef og kok á 12 heilbrig'ðum mönnum. Þá var nokkuð af henni síað gegn um sýklasíu og ýtt inn í nef og kok á öðrum 12 mönnum. Sex af þessum mönnurn höfðu nýskeð haft veikina. Enginn þeirra sýktist, en allir hinir (18) fengu influensu eftir 2—3 daga. Þá var blóði úr influensusjúkl., bæði síuðu og ósíuðu, ýtt inn í nef og kok á 6 heilbrigðum. Þeir sýktust allir. Svo fór einnig er blóði, síuðu eða ósíuðu, var dælt undir húð. Allar tilraunir til þess að1 sýkja heilbrigða með Pfeifferssýklum, diplo- coccum og fl. mistókust. Af þessu var dregin sú ályktun, að sóttnæmið væri ekki nein sýkla- tegund, heldur ultravirus, sem smýgi sýklasíur. (Lancet 28. jan. '33). Hitalækning á syfilis. Allir þekkja lækningu Vínarlæknisins Wagner Jaureggs á paralysis generalis með malariasótt. Aðalatriðið er vafalaust hin mikla hitasótt, því syfilissýklar þola tæpast yfir 410 í 30 min. í kaninum drepast þó ekki sýklarnir nema hitinn sé 42,4° í 20 mín. og þó ekki ætíð. F.f litlum skamti af salvarsan var dælt inn í dýrið, áður en það var hitað, læknaðist það ætið til fulls. Nú var sýking með malarisótt hættuleg svo verkfræðingi nokkrum í New York, Willis Whitneg, kom til hugar, að nota mætti stuttar raf- magnsbylgjur (radiobylgjur). Með þeim má gegnhita dý'r eftir vild og svo lengi sem vera skal, án þess að eiga brunaskemd á hættu, eins og við diathenni, eða toxinmyndun frá sýklum. Hitinn er því tiltölulega hættu- litill. Þessi aðferð var notuð við dýratilraunirnar. Hitasótt sýnist vera ein af aðalvörnum likamans gegn nænnun sóttum. Nú má búa hana til í snatri, svo litla eða rnikla sem vill. Er þvi ekki óhugsandi, að hér sé fundin merkileg lækningaaðferð við ýmsum kvill- um. — (Að mestu eftir J. Am. Ass. 25. febr. '33). Greining krabbameins. í skýrslu frá Inst. f. physikalisch-biologische I.ichtforschung í Ham- borg, sem próf. F. Dannmeyer veitir forstöðu, er getið um nýja aðferð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.