Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 6
84 LÆKNABLAÐIÐ einkum yfir a. femoralis og aorta aÖ aftan. Hjartað víkkar jafnvel finnan- lega til hægri, hjartahljóðin við vinstri brjóstbeinsrönd verða yfirgnæf- andi og mishljóð koma stundum í ljós, sem ekki voru heyranleg áður. Verður því að fara varlega í þetta, ef veruleg hjartaeinkenni eru fyrir hendi. Adrenalinprófun er einnig jákvæð við morbus Basedowi og aorta- insufficiens. i i : ,■ Femoraltónn getur stundum heyrst sem byrjunareinkenni, jafnvel þótt blóðþrýstingurinn sé eðlilegur. Lungnahringrásin helst mjög lengi í lagi, svo lungnastasis gerir mjög seint vart við sig. Af sjálfkendum (subjectiv) einkennum má nefna mæði við áreynslu, sem er byrjunareinkenni, hjartslátt, óþægindi undir bringspölum og frá lifur. Söshin. Beriberi getur byrjað snögglega, einkum eftir mikla áreynslu, eins og langar hergöngur (Japan), hjólreiðar, eða barnsburð, og geta þá lamanir komið tiltölulega snemma. A sama hátt geta hajrtaeinkennin kom- ið alt i einu, svo að sjúklingurinn deyi af hjartalömun innan fárra daga eða jafnvel klukkustunda. Þenna snögga lijarta-beriberi nefna Japanar söshin, og deyja margir úr honum árlega, þar í landi. Fyrsti sjúklingur minn var í byrjandi söshin-ástandi. Undir þeim kringumstæðum eru öll hjartalyf talin árangurslaus, eða verri en það, enda notaði eg venjulega engin lyf við sjúklinga mína önnur en ger, — saccharomyces cervisae sicc. — sem inniheldur B-vitamin í mjög ríkum mæli. Nokknr dœmi: Beriberi kemur stundum fyrir á smábörnum (b. infan- tilis), en er annars langalgengastur frá kynþroskaaldri fram að fertugu og mikluin algengari á körlum en konum. Þær fá hann helst eftir barns- burð. Tilfellin hér voru á aldrinum 16—41 árs, og af þeim 16 voru að- eins 3 konur, þar af ein vafasöm, en 13 karlmenn, þar af einn vafasam- ur. Tvær voru konurnar að stiga af sæng, sú þriðja stuttu áður en fyrstu einkenni gerðu vart við sig. Nr. I. M. A. M. 16 ára piltur. — Varð lasinn eftir talsvert mikla líkamlega áreynslu daginn fyrir gamlársdag. Máttleysi nokkurt og mæði. Leitar læknis 17./1. Steth. Grunaður um tb., sem eru á heimil- inu. Ord.: Gran. Dioscorides. Fer versnandi. Fór niður á bryggju 22./1. og ætlaði varla að komast heim. Leggst, en gengur daglega milli herbergja, þangað til hann veltur um sjálfan sig. 27./1. Læknisvitjun. Hjartsláttur mjög áberandi og hypæsthesiur á fótum. Hnéreflex dauf- ur. Spurt um mataræði og kemur í ljós einhliða hveitibrauðsát, engin mjólk árum saman, lítið kartöfluát þenna vetur, enda þær sýktar og maðurinn matvandur. Fliti mestur 37,7 undanfarið. 30./1. Læknisvitj- un á ný. Öll einkenni hafa á þessum 3 dögum ágerst stórkostlega, eink- um frá hjarta, hnéreflex er horfinn, dofi í fingrum. Lagður á sjúkra- húsið. Hjartsláttur er mjög mikill og á stóru svæði, deyfa frá miðri leið milli brjóstbeins og hægri geirvörtu til miðsvæðis milli geirvörtu og axlarlinu fremri. Hjartslátturinn finst með hendinni tvöfaldur vinstra megin við sternum, svarandi til I. og II. hjartatóns. Systólisk suða, greinilegust við vinstri brjóstbeinsrönd i II. og III. rifjabili, og greini- leg áhersla á II. lungaæðatón og ber meira á henni, er sjúkl. liggur á bakið, en er hann sest upp. Hjartatakmörkin færast út að hægri geir-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.