Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ iii eftir púls, styrkl., tiðleika, spennu, hvort hann er reglul. eða óreglulegur, og helst blóðþrýsting, sem mæla ætti i sinni eða oftar á degi hverjum. Þessi atriði, auk útlits sjúkl. og andardráttar, gefa aðalupplýsingarnar um starf- semi og kraft hjartans og æða. Allmikið hefir verið deilt um það, hvort gefa ætti hjartastimulantia frá byrjun veikinnar og þá hjá öllum eða ekki, og þá aðalíega hvort gefa eigi digitalis í stærri skömtum. Mjög er það vafasamt, að digitalis verki nokkuð verulega, ef cor er óskaddað og heilt, á hinn bóginn sér maður hvað eftir annað, að við febrila sjúkdóma og myocard-skemdir með infektionssjúk- dóma verkar digitalis sáralítið eða ekkert. Eg álít þvi að gefa eigi digitalis öllum pneumonisjúkl. sem hafa lokugalla eða verulega hjartabilun áður en.þeir veiktust af pneumoniunni, en öðrum ekki. — Komi teikn til hjarta- insufficiens eða æðaveiklunar verður að grípa til meðala sem verka fljótt á cor, gefa þau í innspýt., og eru þá helst inj. coffeinæ (áreiðanlegasta og sterkasta hjartameðalið), inj. ol. camphorat. (sem margir nú telja einskis nýta, aðal. central-áhrif á taugakerfi), coramin cardiazol per os eða i inn- spýt. Sé læknir viss um vasomotoriska paresis eða kollaps, verður aðalmeð- alið adrenalininj. eða ephedrin og ephetonin. Séu greinil. teikn hjarta- insufficiens sem myndast hratt, er aðalmeðalið strophantininjektion intra- venöst á 0.3—0.5—0.75 milligram 1 sinni á dag, þá fæst afarhröð og sterk verkun, likust digitalisverkuninni. Sé púls mjög óreglul. er rétt að reyna chinin-cardiazol pillur 2—3—4 sinnum. Við mikinn aukinn þrýsting í litlu hringrásinni (sterka cyanosis, útþandar venur á hálsi, dilatation á h. ventri- culus) kemur til greina: 1) venesectio 250—350 ccm. af hlóði einu sinni og máske oftar, sömuleiðis er ástæða til að reyna venesectio ef teikn eru til byrjandi lungnaödems (uppgangur eykst, blóðlitaður, freyðandi, eða eins og sveskjumauk á litinn). 2) Margir grípa þá einnig til calciuminj. (5— 10%) 10 ccm. ásamt með digitalen 1 ccm. eða strophantin intravenöst. 3) Súrefnisinnöndun. Meðferð við hronchopneumonium verður yfirleitt mjög svipuð, en hjá börnum með góðan púls má bæta við köldum voðum og sennepsbaði eða sennepsbökstrum, sem hvorttveggja reynist mjög vel ef hjartakraftur er góður, sem oftast er á þeim aldri. Berklaveiki á tvíburum. Karl Diehl og O. V. Verschner hafa rannsakað þetta mál, og ritað um það mikla bók (Zwillings-tulierkulose, Zwillingforschung und erbliche Tu- berkulose). Hafa slíkar tvíburarannsóknir verið mikið notaðar til þess að komast eftir arfgengi ýmsra eiginlegleika og sjúkdóma. Kom það i ljós, að th. hagar sér nauðalikt á eineggja tviburum, en oftast misjafnlega á tvieggjuðum. Niðurstaðan verður sú, að mótstöðuafl og viðhorf manna gegn berklaveiki sé mjög ættgengt, þó ytri kringumstæður hafi og mikla þýðingu. Eftir þessu er dispositio áreiðalega ættgeng. (T. f. n. L. no. 15 —16 ’33)-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.