Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1937, Side 4

Læknablaðið - 01.03.1937, Side 4
i8 LÆKNABLAÐ IÐ ákomu, glatast á þessum staÖ eðli bandvefsslíðursins, og í stað þekju- frumanna koma bandvefsfrumur, sem svo gróa saman. Þannig mynd- ast úr hinum serösu renniflötum, bandvefssamvextir, og liffærin und- ir þeim, o: magi, lifur, gallblaðra, netja, innri getnaðarfæri o. s. frv., sém áður hafa hreyfst innbyrðis hindrunarlaust, eru nú samgróin fyrir fult og alt. Sem orsök þess- ara skemda i serösa-endothelinu eru aðallega bólgur og áverkar. AÖ bólgur valdi samvöxtum er alþekt og skurðlæknarnir þreifa á því svo að segja daglega. Ef gallblaðran, lifrin, maginn, botnlanginn, ristillinn, uterus, eggja- stokkar og eggjagöng, verða fyrir alvarlegum bólgum, þá leiðast þær oft yfir á hina serösu þekju þess- ara liffæra. Endothel-þekjan er ei lengur sleip og slétt, og hsé?íleiki hennar til að renna er horfinn. Þá kemur bandvefsmyndun (Graeser), sem limir saman serósablöðin. Þetta kallast bólgusamvextir. Orsakir þessara bólgusamvaxta er ekki ætíð unt að ákveða. Algengt er að finna samvexti við gallblöðru og duoden- um, án þess að hægt sé að finna orsakir til þeirra í liffærunum, sem að þeim liggja. En næst liggur þó að ímynda sér, að þessir samvextir stafi frá yfirstöðnum bólgum. Að þessir samvextir í kringum gall- blöðruna og duodenum hafi klin- iska þýðingu, eftir að bólgurnar í líffærinu eru yfirstaðnar, er í raun og veru ekki sennilegt. Clainnont hefir safnað upplýs- ingum frá fjölda mörgum stórum spitölum um þetta efni, og eftir þeim að dæma, virðast aðgerðir á þesskonar samvöxtum ekki bera mikinn árangur. Eftir því er á- stæða til að ætla, að hinn svokall- aði periduodenitis hafi frekar litla þýðingu. I fyrsta lagi er orsök hans engan veginn viss, i öðru lagi er diagnosan mjög vafasöm, og í þriðja lagi er meðferðin mjög hæp- in. Þvi meira, sem maður les um reynslu chirurganna á operationum við þessum sjúkdómi, því meira sannfærist maður um, að chirurg- isk meðferð á þeim eigi lítinn rétt á sér. Finnist aðeins þesskonar samvextir viS laparot. þar sem bú- ist er við ulcus duodeni eða chole- cystitis, er sennilega réttast að loka án frekari a'SgerÖa. Að losa samvextina er í flestum tilfellum alveg þýðingarlaust. Hand- læknisaðgerð á þesskonar samvöxt- um verður aðeins til þess að nýir samvextir myndast. Að ætla sér að gefa serósa sitt fyrra eðli og gera serósaflötinn sléttan og hálan, meö þvi að slíta eða skera á samvext- ina, virðist útilokað. En þótt radi- kal-lækning á þesskonar samvöxt- um virðist óhugsandi, bera þessar samvaxtaop. oft ágætan therapeut- iskan árangur. Hin hypnotisku áhrif aðgerðar- innar ganga stundum kraftaverki næst. Allir læknar þekkja dæmi þess, að sjúklingar losna algerlega við þrautir sínar og umkvartanir eftir svonefnda samvaxtaop., þótt ekkert hafi verið gert annað en opna peritoneum. Samvextir út frá appendix, sem annars virðist alheil- brigður, eru sennilega altaf af yf- irstöðnum appendicitis. Slíkan ap- pendix er auðvitað sjálfsagt að taka, ekki vegna þess, að samvexti irnir valdi óþægindum, heldur vegna þess, að sjúklingurinn á nokkurn veginn víst að fá fleiri appendicitisköst. Margir höfundar segja frá samvöxtum við colon og tala um allskonar truflanir í sam- bandi við þá, þar á meðal langvar- andi hægðaleysi. Auk hinna svokölluðu Jachsons- himnu og Gersunys-samvaxta í Me-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.