Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 6
I 12 LÆKNABLAÐ I Ð S'ókkið gelur oft gefið leiðbeining- ar. ViÖ garnaberkla er það að jafn- aði mjög hátt, og finnist ekki hjá berklasjúkling full ástæða fyrir háu sökki. þá eru garnaberklar eitt af þvi fyrsta, sem manni dettur í hug. Stundum eru garnaþrengsli (sten- osisj fyrsta greinilega einkenni garnasára, og lýsa sér þá sem chro- niskur eða, sjaldnar, sem akut ileus. A síðari árum hefir hið svonefnda Triboulci's-próf vakið allmikla eft- irtekt, en jiað er sublimat-útfelling á eggjahvítuefnum í saur. Áleit Triboulet, að eggjahvituefnin stöf- uðu frá berklasárum í görnunum. Próf jietta hefir fengið misjafna dóma. Víst er um, að það er ekki specifikt. Rother komst að þeirri niðurstöðu, að sé það jákvætt, þá auki það á likur fyrir berklasárum í görnum. Aðrir telja, að það hafi jiýðingu fyrir batahorfur, með ])ví að það sé einkum jákvætt, ef bata- horfur séu slæmar. Loks kem ég að þeirri rannsókn, sem öllum kemur saman um, að sé þýðingarmest við garnal)erkla, en það er Röntgenskoðun á þörm- unum. Hep])ilegast þykir að taka fyrst Röntgenmynd af kviðarholinu, án kontrastefnis (Leeraufnahme). A henni geta sést kalkaðir eitlar og loftdreifing í görnum. Mikið loft kemur ekki fyrir i mjógirni hjá heilbrigðum, en í colon hefir það enga þýðingu. Stórar loftblöðrur með vökvayfirborði þýða að jafn- aði ileus. Aðalskoðunin er þó fólg- in í gegnlýsingum og myndatökum eftir að sjúklingurinn hefir fengið kontrastefni í inntöku eða sem pípu. Efnið, sem notað er, er kemiskt hreint baryumsulfat og best er, áð i því séu kolloidefni, svo það setj- ist síður til. Af praktiskum ástæð- um er altaf byrjað með kontrast- klysma, Þarmurinn er hreinsaður kvöldið áður og sama morgun með vatnspípu. Þrem kúfuðum mat- skeiTium af efninu í i j/2 líter af vatni er dælt inn í þarminn. með venjulegri skolkönnu. Gegnlýst er meðan efnið rennur inn. Fylling á colon gengur venjulega fyrirstöðu- laust að flexura hepatica, en oft þarf smá brögð til að yfirstíga móí- stöðuna þar. Oft þeyta samdrætt- ir í colon kontrastefninu í fyrsta sinn til baka, en við ítrekaða fyll- ingu helst það í coecum. Áður var allmikið lagt upp úr ef k lysma rann gcgnuin vahnda Bauhini inn í ileum. Var álitið, að ófullnægjandi lokun hennar stafaði af bólgu. Nú er vitað. að þetta kemur svo oft fyrir hjá heilbrigð- um, að það hefir enga þýðingu. Eftir að húið er að láta renna það út af eíninu, sem rennur sjálfkrafa inn í skolkönnuna aftur, er tekm yfirlitsmynd af colon og svo marg- ar sérmyndir af coecum, sem ])urfa ])ykir. Eftir algerða tæmingu á kontrastefninu notar Fischer o. fl. loftfyllingu á colon, en hún virðist óþörf. Stöðugt er kontrastefnið einnig gefið sem inntaka. Margir fylgja ráðum Fleischners, að gefa ])að kl. 5 að morgni. Er þá gegnlýst i fyrsta sinn kl. 8—g f. h. Nær skoðunin i ])að skifti ])á ekki til maga og duodenum, enda er kon- trastefnið þá venjulega alt komið niður i ileum og myndar samfeldan skugga niður í grindarholi. Ef sár eru í mjógirninu, sjást gjarnan ein- stakar þarmlykkjur ofan við aðal- skuggann, og eru þær loftfyltar, misvíðar og með óreglulegum útlín- um. Fyrir berkla í coecum hefir Stierlins einkenni sérstaka þýðingu. Það er fólgið í því, að vegna spas- ma sést ekkert kontrastefni í coec- um, ])ó að bæði fyrirfinnist það í mjógirninu og neðar í colon. Ame- rikumennirnir Brown og Sampson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.