Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ iJ3 gerðu fyrir allmörgum árum Rönt- genskoSun á þörmum hjá ca. 2600 sjúklingum, og studdust þeir sér- staklega við Stierlings einkenni. Af þeim 60—70 sjúklingum ])eirra, sem síSar komu til krufningar, reyndist Röntgengreining þeirra aS mestu rétt. Auk Stierlings einkennis sjást oft, við garnaberkla, hreytingar á útlinum garnanna, veggur þeirra er þykkur, samdrættir reglulegir, haustrae hverfa, görnin ver'Sur styttri og þrengri. Oft sjást þrengsli og víddir ofan þrengslanna. Mikil áhersla er og lögð á hólgu í val- vula Bauhini, sem oft sést vel á sérmyndum af coecum. Þá er þa‘S og þýðingarmikiÖ, aS ileocoecal- tumor veldur allsérkennilegum breytingum. Ef sár eru i colon sést stundum, eftir tæmingu á contrast- efninu, meiri eÖa minni óregla á slímhimnufellingunum, sem annars eru nærri symmetriskar. Rother. sem hefir rannsakaÖ mjög ítarlega Röntgenbreytingar viÖ garnaherkla, hefir gert Röntgenskoðun á 150 sjúklingum, er síÖar voru krufnir. í 82% var greining hans rétt. í flestum tilfellum, sem á milli har. fundust við krufningu meiri breyt- ingar en viÖ var búist, en athugandi er, aÖ stundum var alllangur timi frá því skoðunin fór fram og þar til sjúklingurinn dó, og á þeim tíma liklegt, að sjúkdómurinn hafi á- gerst. Það er af ])essu augljóst, að Röntgenskoðun veitir afarmikils- verða og mismunandi hjálp við greiningu garnaherkla. í elstu læknaritum er þess oft getið, að ef phthisikarar fái þrá- látan niðurgang, þá sé úti um alla hatavon. Ennþá er einnig viður- kent, að garnaberklar spilli mjög hatahorfum sjúklinga. Síðan tókst t með Röntgenskoðun, að finna hin vægari tilfelli veikinnar, er þó ekki litið alveg jafnsvörtum augum á batahorfurnar og áður. Við krufn- ingar hefir einnig komið í ljós, að alloft sjást merki um gróin berkla- sár og bólgur i görnum. Til varnar garnaberklum er áríð- andi að hvetja sjúklinga til að kingja ekki hráka. Athugandi er þó, að altaf kingja sjúklingar slími eða hráka í svefni, eins og sjá má á því, að nálega ætíð finnast berkla- sýklar í magainnihaldi opinna sjúk- linga, og það jafnvel þótt ekki tak- ist með neinu örðu móti að finna smit í uppgangi þeirra. Það er því augljóst, að loftbrjóst og aðrar að- gerðir er flýta fyrir smitleysi sjúk- lingsins hafa mikla þýðingu til varnar gegn garnaberklum, og því meiri því fyr, sem þær eru gerðar i veikinni. Meðferð: Mataræði fer eftir al- mennum reglum um mataræði við almenna þarmasjúkdóma. Aríðandi er þó að gæta þess, að fæðið sé ekki of einhæft. Er á seinustu ár- um með rökum deilt á strangt mat- aræði, sem tíðkast hefir við marga sjúkdóma, t. d. sykursýki og sjúk- dóma í meltingarfærum, og er sannanlegt, að stundum er hið fyr- irskipaða fæði hættulegra sjúk- lingnum en sjálfur sjúkdómurinn. Mac Konkey fann, að marsvín fá frekar garnaberkla ef þau eru C- vitamínsnauð. Hann lagði því á- herslu á vitamin-auðugt fæði, og ráðlagði matskeið af lýsi og 85 ccm. af tómatsafa á dag við garnaberkl- um. Ýmsir, t. d. Brown og Samp- son, hæla þessari blöndu ; aðrir gera minna úr henni. Við meltingarkvilla nýtast bætiefni illa, einkum C-efn- ið; þar að auki er C-deficit við langvinna lungnaberkla. Sjúklinga með garnaberkla vantar því nálega ætíð C-efni, og án C-efnis og ann- ara bætiefna ekkert immunitet, eng- in mótstaða. A-bætiefnið hefir og sérlega þýðingu við græðslu sára.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.