Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 4
66 L.ÆKNAB LAÐ I tf um umhyerfis (periarthritis), og J>egar vökvi er í lröunum, ber hann meö sér öll bólgueinkenni. Hefir Collins bent á, aö liövökvi slíkra sjúklinga sé mjög frumuríkur með áberandi fjölgun á polynuclear- leukocytum, enda þótt honum tæk- ist eigi aö rækta út frá vökvanum. Arfchritis chron. degenerativa hefir eigi þau einkenni, sem upp voru talin og benda ótvírætt á in- fectio, en byrjar anatomiskt meö degenerativ breytingum í liö- brjóskinu, sem er æðalaust eins og kunnugt er, en í kjölfar þessara breytinga siglir síöan beinmyndun og osteofyt-myndun. KJiniskum einkennum þessara sjúkdóma veröur eigi lýst hér, enda alkunn; hinsvegar verður nú vikið nokkuð að ýmsum rannsókn- um, sem gerðar hafa verið til þess, að grafast fyrir um eðli þeirra. II. Menn hafa lengi talið liklegt, að ýmsar tegundir af streptococcus kynnu að valda arthr. chr. inf., og komist að ýmsum niðurstöðum. Fyrir tíu árum töldu Cecil, Stainsby og Nicholls, aö þeir hefðu einangrað vissan stofn af strepto- coccus hæmolyticus, l>æði úr blóði og liðum slíkra sjúkliriga, og enn fremur fundu þeir að serum þess- ara sjúklinga agglutineraði þennan sérstaka stofn mjög vel. Dawson og Boots birtu svipaöar niðurstöður, en fundu þó, að agg- lutinationin var alls ekki bundin við þennan sérstaka stofn, eins og Cecil taldi. McEwen og Key í Ameírku, Fischer og Wehrsig í Þýskalandi og Forestier í Frakklandi hafa eftirprófað þetta, og telja sig eigi geta staðfest niðurstöður Cecils og félaga hans. Hinsvegar eru menn sammála um það, að focal-infectio sé þýð- ingarmikill þáttur og að tonsillur, tennur, nefhol, organa urogenitalia og gallblaðra séu tíðustu sýkla- hreiðrin. Sýklarnir, sem ræktast hafa úr þessum foci eru margvís- legir, oftast er þó um að ræða streptococc. hæmolyticus í ton- sillum en streptococcus viridans i skemdum tönnum og rótarígerð- um. Það er því ríkjandi skoðun margráj, að enda þóitt érflðfpga takist að rækta ákveðna sýkla úr hinum sýktu liðum, þá séu þó sýkl- ar ein aðalorsökin, beint eða ó- beint: í fyrsta lagi geti þeir verið í liðunum, í öðru lagi séu þeir í einhverju focus og valdi liðbólgum óbeint með toxinum sínum og í þriðja lagi kunni liðbólgan að vera allergiskt fyrirbrigði, en sýklatoxínin verki þá sem aller- gen. Eftirtektarvert er það, að arthr. chron. infect. og polyarthr. rheum. acuta eru mjög sjaldgæfir sjúk- dómar í hitabeltislöndunum, sam- kvæmt athugunum Clarke í Ind- landi og Malaya, og rannsóknir Coburns hafa leitt í ljós, að strep- tococc. hæmolyt. finst þar sjaldan í kverkum manna og þá helst á aðkomufólki nýkomnu, en hverfur þá að jafnaði skjótlega. Clarke fann að eins 18 tilfelli af polyarthr. rheum. acuta meðal 204.715 sjúklinga, sem lagðir voru á sjúkrahús í hitabeltinu, og Cooper, sem hefir rannsakað þetta í Astralíu, komst að þeirri niður- stöðu, að polyarthr. rheum. acuta, chorea, arthritis chron. infect. og rheumatiskir hjartasjúkdómar væru sjaldgæfastir í hitabeltishlut- anum, en væru yfirleitt tíðari, er sunnar drægi, og Seegal hefir fundið hið sama í Bandaríkjunum, þessir sjúkdómar væru tíðari í norðurríkjunum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.