Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
79
ir, aÖ fleiri eÖa færri af þeim munu
altaf innihalda þessa aminosýru.
Líkaminn getur ekki búið til gall-
aða eggjahvítu þanig, að það vanti
í hana ákveðna aminosýru.
Rose og samstarfsmenn hans
(lJhysiological Reviews 1938) tóku
nú þessar fóðurtilraunir upp að
nýju með blöndu af aminosýrum,
sem hafði að geyma þær 22 mis-
munandi aminosýrur, sem kunnar
eru í eggjahvítuefnum spendýra.
Þeir höguðu rannsóknunum þann-
ig, að altaf vantaði eina tegund af
aminosýrunum í blönduna og fundu
á þann hátt, hvort sú amiríosýra
var dýrinu nauðsynleg. Niðurstað-
an af rarínsóknum þeirra var, að
þær aminosýrur, sem líkaminn get-
ur ekki búið til og því nauðsynlegt
að séu í fæðunui. eru 10 að tölu,
sem sé: Methionin, threonin, valin,
leucin, isoleucin, lysin, tryptophan,
histidin, phenylalanin og arginin.
Af þessum aminosýrum hefir ar-
ginin sérstöðu að því leyti, að lík-
aminn mun að vísu geta búið hana
til, en ekki nógu ört til þess að
viðhalda eðlilegum vexti. Vöxtur-
inn hættir ekki alveg eins og ef ein-
hverja af hinum aminosýrunum
vantar, en hann verður miklu hæg-
ari heldur en ef allar nauðsynlegar
aminosýrutegundir eru í fæðunni.
Þær aminosýrur, sem líkaminn get-
ur húið til sjálfur, annað hvort úr
öðrum aminosýrum eða úr fitusýr-
um og aminogrúppum og sem því
eru ónauðsynlegar i fæðunni eru:
Glykokoll, alanin, serin, cystin, nor-
leuci, citrullin, asparaginsýra, gluta-
að fitukljúfur brisins (pankreas-
lipase) klifi fituna í fitusýrur
JÓ11 Steffenscn.
Nýjustu rannsóknir á fitumeltingu.
Það hefir verið ríkjandi skoðun,
að fitukljúfur brisins (pankreas-
lipase) klifi fituna í fitusýrur
og glycerin, sem svo síðar síuðust
inn í garnavegginn, sameinuðust þar
aftur í fitu og bærust síðan með
vessaæðunum og inn í aðalblóðrás-
ina. Tilraunir Frazer’s og sam-
starfsmanna hans (The Journal of
Physiology, vol. 94, No. 4 og vol.
95, No. 1 og 2) virðast ætla að
breyta þessari skoðun að allveru-
legu leyti, og tel eg þvi rétt, að
geta þeirra hér í aðalatriðum.
Það er alkunna, að þegar neytt
er fiturikrar fæðu, þá verður blóð-
vessinn mjólkurlitaður, sem stafar
af örsmáum fitukúlum, — Frazer
nefnir þær chylomicron, — sem eru
á sveimi i honum. Það er hægt að
telja þessar fitukúlur i smásjá
(Dunkelfelt) og á þann hátt má
fá mælikvarða fyrir fituinnihald
(neutralfita) blóðvessans, og hefir
Frazer notað þá aðferð við rann-
sóknir sinar. Hann lét mennina, sem
hann notaði við tilraunir sínar,
neyta ákveðins skamts af olivenolíu
og rannsakaði síðan innihald blóð-
vessans af fitukúlum. Það kom þá
í ljós, að þeim fjölgaði rnikið, eins
og vænta mátti. Þeim fór að fjölga
ip2 klst. eftir máltiðina og voru
orðnar jafnmargar og fyrir máltíð-
ina eftir 4% tíma. Ef mennirnir
voru aftur á móti látnir borða til-
svarandi skamt af oleinsýru og gly-
cerini. þá fjölgaði fitukúlunum ekki
í blóðvessanum. Eins var, ef með
fituskamtinum var gefinn fitukljúf-
ur brisins i ríkurn mæli. Rannsókn-
ir á saur manna sýndu, að fitan
gekk ekki niður af þeim, heldur
resorheraðist, þrátt fyrir það þó aS