Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 6
68 LÆKNAB LAÐIÐ degen., ekki einungis utanaökom- andi trauma, heldur einnig intra- articulert-trauma, er hann nefnir svo. Hann leggur mikiö upp úr minni háttar ytri traumata, er geti vald- iö smávægilegum liðskemdum, er við gefum lítinn eöa engan gaum. E11 sé kominn locus minoris resi- stentiae, geti þaö gefið tilefni til margendurtekinna traumata inni í liðnum. Þannig geti afstaönar blæðingar í liði, infektionir eða blóðrásartruflanir orðið upphaf að síendurteknum intraarticuler trau- mata, er haldi sjúkdómnum við og stuðli að því, að hann ágerist. í kjölfar arthr. chron. degen. geturjkomið infektion og sömuleið- is koma mjög oft degenerativ breytingar i liði í kjölfar arthr. chr. infect. eins og kunnugt er, og hefir maður þá fyrir sér sam- bíand beggja sjúkdómsmyndanna. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til þess, að grafast nánar fyrir um eðli þessara sjúkdóma og skal fátt eitt rakið hér. Menn eru sammála um, að ser- um-calcium sé eðlilegt, hvort form- ið sem urn er að ræða, sömuleiðis þvagsýra, störf nýrna, metabolis- mus á cholesterin, fósfór og magn- esium, pH-concentration i serum og mjólkursýra. Engar sannanir 'fyrir súrri eða alkaliskri diathesis. Breytingar á serum-proteinum hafa fundist við arthr. chr. infect. í samræmi við hækkað sökk, en að 'öðru leyti ekki. Menn deilir á um það, hvort metabolismus brenni- steins sé truflaður og sömuleiðis er vafi um dysfunctio lifrar. Ýms- ir telja að indol komi fyrir i þvagi sjúklinga með arthr. chron. infect-. og að það hverfi með bata. For- bes og Neale hefir og nýlega tek- ist að framkalla proliferativ art- hritis í liðum hjá kanínum með því að dæla í þá smáskamti af indol, en óvíst er, hvað upp úr ]?essu má leggja. Achylia gastrica er talin all-al- geng við arthr. chron. infect., þannig fundu Moltke og Söborg Ohlsen hana í 36%. Gæti þetta með hliðsjón af því, sem áður var sagt um indol, ef til vill bent á, að intestinal toxicosis kynni að vera orsakaþáttur í vissum tilfell- um. IV. Mörg eru þau lyf og þær að- ferðir, sem reyndar hafa verið til þess að ráða bót á þessum sjúk- dómum og hefta framgang þeirra. Um causal-therapi er ekki að ræða. Meðferðin Ueinist fyrst og fremst að liðunum að jafnaði, en þó er nauðsynlegt, að henni sé engu síður beint að sjúklingnum sem heild, með því að svo virð- ist, sem orsakakeðjan sé eða geti verið snúin úr mörgum þáttum. Er því áríðandi, áð sjúklingur- inn sé rannsakaður eins gaum- gæfilega og kostur er og reynt að lagfæra alt, sem aflaga fer, svo sem: Næringarástandið (megurð, offita), anæmia, achylia, obstipa- tio, hormonal-dysfunctio (klim- akterisk, thyreogen), blóðrásar- truflanir, nervosismus o. s. frv. Sé um að ræða polyarthr. chron. iníect. er nauðsynlegt að hefja vandlega leit að duldum infecti- ons-foci og ráða niðurlögum þeirra ef kostur er. Ameríkumenn hafa mikið reynt vaccine-lækningar við arthr. chron. infect. út frá þeirri hugs- un, að það væri streptococca sjúk- dómur. Hafa þeir ýmist notað autovaccine eða vaccine búna til úr hinum sérstöku streptococca- stofnum, sem þeir hafa talið valda veikinni. Árangurinn virðist hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.