Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 10
LÆKNAB LAÐ IÐ Eg sleppi því, aö minnast á leöjuböö viö þessum sjúkdómum, en vísa til greinar um þaö efni í mars-blaði LæknablajBsins þ. á., sem væntanlega veröur til þess, aS íslenskri hveraleÖju verður meiri gaumur gefinn en áður til lækninga. Ógerningur er aö telja upp öll þau lyf, sem reynd eru viö þessum sjúkdómum, aðallega til þess að draga úr þrautum. Þó er ef til vill ástæða til þess, að minna á jodkal- ium viö arthr. chr. deg. hjá gömlu fólki meö arteriosclerosis og nokk- uð hefir verið reynt að dæla jod- olíu inn i liðhol stórra liða, eink- um hnéliða, viö arthr chr. deg. — Hefir Paas notaö immetal og dælt inn 2—3 ccm. í liðinn og lætur hann vel af árangrinum. Hér verður eigi minst á fysio- therapi við þessum sj úkdómum; slíkt yröi of langt mál, en hér er eitt af aðal-sviöum hennar og mun hún mega teljast ómissandi hjálp- armeðal í mörgum tilfellum. UM GLUCOSE-THERAPI. Glucose-therapi, og þá sérstaklega intravenös, er í vissuní tilfellum lífsnauðsyn. Það er enginn efi á því ,að mörgum mætti bjarga, sem deyja árlega af dehydratio, hypo- chlorhydratio og ketosis, sem ekki hefði orðið að sök, ef sjúklingnum hefði aðeins verið gefið nægilegt af 5—10% glucose í physiologiskri saltvatnsupplausn. Og til eru þau tilfelli, sem beinlínis mætti bjarga með osmosistherapi glucosunnar. Þó að þetta í sjálfu sér sé leiðin- leg staðreynd, er hitt þó verra, að menn deyja úr fyrnefndum sjúk- dómum, þrátt fyrir glucose-thera- pi, af þeirri einföldu ástæðu, að sjúklingnum er ekki gefið nógu mikið af upplausninni, ekki nógu snemma í veikinni, eða þá í skökk- um hlutföllum. Astæðanna fyrir þessu er ekki langt að leita: Dextrose-infusio er tiltölulega ný therapi, og ef til vill eru enn til læknar, sem álita þetta móðins bólu, er brátt muni springa. Aðrir álita þetta aðeins spítalathera- pi. og því ekki hægt að nota hana i almennum praxis, að teknikin sé erfið og vont sé að útvega upp- lausnir og apparatus. Það siðast- nefnda er, eins og sakir standa, erf- itt að fá hér á landi, en þetta myndi vonandi breytast, þegar eftirspurn ykist. Sumir hafa líka á móti þess- ari therapie vegna aukins uinstangs, en fáir munu i alvöru telja það eftir sér, ef það gæti haft verulega ])ýð- ingu fyrir batahorfur sjúklingsins. AÖ lokum getur glucose-therapi haft slæmar afleiðingar, eins og svima og yfirlið, lungnaoedem, akut hjartabilun, dehydratio við hyper- toniskar upplausnir, glycosuria, ef infusionin er of hröð, o. s. frv. En alt þetta er auðvelt að varast, ef notuð er almenn dómgreind og eftirtekt. Það, sem nú hefir verið sagt unt glucose-therapi, á að sumu leyti við um therapie með physiol. saltvatns- upplausn, sem oft er sjálfsögð með glucosunni, en ég get ekki ráðist í að taka hvorttveggja, vegna þess að það yrði of langt mál. I þess- ari grein er því átt við glucose upp- leysta í aqua destillata, þegar tal- að er um glucose-therapi, — nema ]iar sem annað er tekið sérstaklega fram.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.