Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 67 Schlesinger og Rackemann hafa hvor í sínu lagi konriÖ meÖ þá til- gátu, aö arthr. chron. infect. væri allergiskur sjúkdómur. Það hefir lengi veriö kunnugt, aö ætterni skiftir nokkru máli hvaö rheuma- tiska sjúkdóma snertir, og talað er um rheumatiska diathesis og erföa prædispositio. Altítt er t. d. að sami sjúklingur fái mörg köst af polyarthr. rheum. acuta, einkurn unglingar. Kunnugt er að hita- eöa veöurlags-breytingar, fátækt og illur aöbúnaður eru atriði, er geta stuðlað aö því, aö sjúkdómar af þessari tegund brjótist út. Schlesinger bendir á, aö veikluð börn og unglingar, sem átt hafa viö langvarandi vanheilsu aö striða, þurfi oft eigi annað en fá einhvern smákvilla, t. d. einfalda lrálsbólgu, til þess aö sjúkdómur eins og polyarthr. rheum, acuta brjótist út. Prædispositio geri það aö verkum, að smátt og smátt hafi skapast hjá þeim ofnæmi fyrir streptococca toxinum viö hinar al- gengu og tiltölulega vægu strepto- cocca-infectionir unglingsáranna, og éinn góöan veðurdag svari liö- irnir með allergiskri reaktion. Rackemann bendir á ýmislegt þvi til stuðnings, að polyarthr. rheum. acuta og arthr. chron. in- fectiosa sé hvorttveggja allergi- sjúkdómar. Hann bendir á, aö oft finnist streptococcar í blóðinu og valdi endocarditis án þess aö nokkur liður sýkist. Hinsvegar sýkist oft fjöldi liða, enginn endo- carditis komi fram og ekkert ræktist úr blóði né liðum. Þá sé það eftirtektarvert, að hin klin- iska mynd arthr. chron. infect. sé æ hin sama, enda þótt sýklar þeir, er ræktast úr infectionsfoci, og gefa beri sökina, séu hinir breyti- legustu. Þessu sé líkt farið og asthma, orsakirnar geti verið ær- iö mismunandi, en svarið af hálfu líkamans sé ávalt hið sama, í ööru tilfellinu asthmaköst, en í hinu hægfara. bólgubreytingar í liöum, líkt og tuberculin-reaktionin sé all- erkisk bólga. Allergenin séu toxin mismunandi sýkla, sem oft megi finna i latent foci. Menn hafa tilgreint ýmsar fleiri orsakir til þessara liöasjúkdóma, svo sem : traumata, blóðrásartrufl- anir, truflanir á metabolismus, lifr- ar-dysfunktion, intestinal-toxicos- is, fæðu-allergi, vitamin-skort, ó- holt mataræði, einkum ofát kol- vetna,endocrin truflanir og konsti- tution. Hygg eg', að engu af þessu verði unt kent einu út af fyrir sig meö jafn milklum líkum um or- sakasamhengi eins og sýklunum, en hvaö af þessu sem er getur tvi- mælalaust verið hjálparorsök. III. Um arthritis chron. degenera- tiva eru skoðanir manna einnig nokkuö skiftar. Flestir munu þó hallast að því, að hann sé prim- ært hrörnunarsjúkdómur, en að baki hrörnuninni standi oft ýmsar aðrar orsakir en aldurinn, t. d. vitaminskortur, blóðrásartruflan- ir, vegatativ-truflanir, endocrin- truflanir, en þó einkum traumata. Keefer, Parker og Myers rann- sökuðu 100 hnéliði úr líkum á ýms- um aldri, hnéliði, sem engar blógu- breytingar sáust á. Þeir fundu eng- ar histologiskar breytingar á liö- um úr fólki innan tvítugs, hjá þrítugu fólki fundu þeir fibriller- degeneration í liðbrjóskinu í 60%, en hjá fertugu fólki í go% og svip- að úr því. Degenerations-breyting- arnar voru greinilegastar á þeim stöðum liðflatarins, sem mest reyn- ir á við hreyfingar og burð. Archer leggur mika áherslu á trauma sem orsök til arthr. chron.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.