Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIfl GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓIÍN: JÓHANN SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 27. árg. Reykjavík 1941. 6. tbl. ~ Kalziummagn rauðu blóðkorn- anna í manni og kalziumskipti milli blóðkorna og blóðvessi. Eftir Jón Steffensen. i. Þaö'er ennþá mjög umþráttaö, hvort rauðu blóökornin innihaldi kalzíum; flestir munu þó vera á þeirri skoöun, aö þau innhaldi eitt- hvað, en að það sé mjög lítiö, ca. 0.3 mg. % (Thomson og Collip, >932). Við athugun á „litteraturnum“ sést að þessi ágreiningur liggur í ónákvæmni aðferðanna, og er því nauðsyrílegt að taka þær til nán- ari athugunar, í því sambandi reyndist óhjákvæmilegt aö gera nokkrar takmarkanir. til þess að hægt væri að bera niðurstöðurnar saman. í fyrsta lagi hef ég aðeins tekið þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á mannsblóði, i öðru lagi að kalzíið sé ákveðið með aðferð. Bergeim og Halvorsen (1917) eða „modifikationar" á henni og loks sle])pi ég öllum rannsóknum. sem eru eldri en frá 1922. þar sem Kramer og Tisdall (1922) hafa tckið þær til rækilegrar meðferð- ar. — Það hafa verið farnar tvær leið- ir til þess að ákveða kalzium inni- hald rauðu blóðkornanna. 1 : „Dir- ekte“ aðferðin. Blóðvessinn (plasma) er skilinn frá í skilvindu og kalzíið ákveðið i blóðkorna- grautnum. Þessa aðferð nota Stan- ford og Wheatly (1925) og Streef (1936). Þeir finna ca. 2 mg.% Ca. í blóðkornagrautnum. 2: „Indi- rekte‘‘ aðferðin. Kalzíið er ákveðið í blóði og blóðvessa og innihald blóðkornanna síðan reiknað út frá þvi og hæmatocritgiklinu. Kramer og Tisdall (1922), Leiboff (1929 —30), Rymer og Lewis (11932), Gulácsy (1932) og Schönberger (1932) nota þessa aðferð og fá yf- irleitt mjög breytilegar útkomur og -r- gildi eru algeng. Rymer og Lewis eru þeir einu af þessum höf- undum, sem álita að rauðu blóð- kornin innhaldi kalzium; þeir fundu að meðaltali 0.53 mg.% í þeim. Allir hinir draga þá ályktun, að blóðkornin innihaldi ekkert kal- zíum, að visu finna nokkrir þeirra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.