Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 15
V L Æ K N A B L A Ð I Ð 89 DÁNARMINNING. Axel Dahlmann héraðslæknir á Hesteyri. Axel Dahlmann héraöslæknir anda'öist af slysförum á heimili sínu á Hésteyri 16. dag júnimán- aðar, 1941. Axel var fæddur 15. júní 1904, og var því aöeins rúmra 37 ára er haim lézt. — Hann var sonur merkishjónanna Jóns J. Dahl- mann, ljósmyndara i Reykjavik, og Ingibjargar Jónsdóttur Dahl- mann. Forfeöur Jóns Dahlmann voru í fööurætt gildir bændur i Vik i Lóni eystra. Móöir Jóns var Mar- grét Þorsteinsdóttir frá Tunguhlíð í Álftafirði, Sveinssonar frá Efra- Apavatni í Grimsnesi. Móðurætt Axels var öll af Héraöi eystra. Langafi hans og langannna voru þau Sigurður og Björg í Görö- um, en Björg var eins og kunnugt er af Burstarfellsætt. Axel gekk í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1927. Að loknu stúdentsprófi fór hann utan og dvaldi um hríð í Danmörku við tannlækninganám. Hann gat ekki fellt sig viö tann- lækningarnar og hætti því von bráðar við námið og lagði land updir fót og ferðaðist víða um Ev- rópu, en hvarf síðan heim til ís- laiids og innritaðist í læknadeild Háskólans. Axel lauk embættisprófi i lækn- isfræði veturinn 1939, en hafði nokkrum sinnum áður verið feng- inn til að gegna embættum í for- föllum héraðslækna. Haustið 1940 var Axel skipaöur héraðslæknir í Hesteyrarhéraöi. Axel Dahlmann var mörgum góðum kostum búinn. Hann var einarður í skoðunum og hreinlynd- ur og góðgjarn. Bjartsýni hans og glaðværð var viðbrugðið, og skuld- um við félagar hans og skólabræð- ur honum margan hressandi hlát- urinn. Hann var og bókamaður mikill, víðlesinn og sannmenntað- ur. Axel hafði erft smíðanáttúru forfeðra sinna, Ixendanna á austur- landi. Það fór orð af handlægni hans. Hann fékkst og nokkuð við smíðar og þótti takast ágætlega. Slikir kostir með einstakri sam- vizkusemi eru gott veganesti i læknisstarfinu. Læknastéttinni er eftirsjá að góðum félaga og hollum starfs- bróður. Við kunningjar hans og skóla- bræður söknum hans, en eigum minningu um góðan dreng. Ögri, 5. sept. 1941. B. J.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.