Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 18
92 LÆK NAB LAÐ IÐ Um inflúenzurannsóknir og tilraunir með bólusetningu gegn inflúenzu. Eftir Júlíus Sigurjónsson. Þaö þóttu engin stórtíöindi er Pfeiffer taldi sig hafa fundið in- flúenzubakteríuna áriö 1892. Á- vöxturinn af brautryöjendastarfi þeirra Pasteurs og Kochs var þá þegar oröinn mjög mikill, og á skömmum tima haföi tekizt að finna og rækta margar bakteríur, er hver reyndist valda ákveðnum sjúkdómi, svo sem miltisbrandi, taugaveiki, berklum, barnaveiki, choleru o. fl. Um þaö var engum blöðum aö fletta. aö Pfeiffer haföi fundiö og ræktað frá inflúenzu-sjúklingum áöur óþekkta ljakteríu meö glögg- um séreinkennum. Greinilegt sam- band virtist vera á milli þessarar l)akteríu og inflúenzu, og var því talið líklegt, aö her væri um sjúk- dómsorsökina að ræða, þótt ekki væri þaö beint sannaö. Samkvæmt venju var bakterían kennd viö sjúkdóm þann, er bún taldist valda, og kölluð inflúenzubakterian eöa, eftir síðari tíma nafnakerfi Hæmo- philus influenzae, og ber hún þaö nafn enn í dag í flestum kennslu- Irnkum. Einna algengast varö þó að kalla hana Pfeiffers-bakteriuna, e. t. v. vegna þess, aö von bráöar fór aö bóla á eíasemdum um að hitt væri réttnefni. Því varð ekki neitað, aö Pfeiff- ersbakterían fannst oft hjá inflú- enzusjúklingum, einkum í upp- gangi þeirra, sem fengu liron- chopneumoniu, en hún fannst einn- ig oft í hálsi og öudunarfærum heilbrigðra og það þótt engin in- flúenza væri á ferðinni. Ýmislegt fleira varð til þess að æ háværari raddir komu upp um það, aö Pfeiffers-bakterían væri í hæsta lagi völd að fylgikvillum inflúenz- unnar, svo sem bronchopneumoniu. Uröu um þetta miklar deilur og voru borin fram ýms rök á báðar hliðar, en það veröur ekki rakiö nánar hér. Pfeiffer sjálfur barðist ötullega fyri.r „heiðri“ sinnar bakteriú, en gat þó ekki sannfært fjöldann. Það olli erfiöleikum viö þessar rannsóknir, aö venjuleg til- raunadýr virtust ekki næm fyrir mflúenzu. Sýkingatilraunir á mönnum, meö hreingróðri af Pfeiffersbakteríum, voru a. m. k. tvíræðar, og serologiskar rann- sóknir. sem gáfu svo greinileg svör við taugaveiki, sönnuðu hér ekk- ert. Ekki tókst heldur aö gera menn ónæma gegn inflúenzu meö bólusetningu. Sú skoöun varö almennt ofan á. að Pfeiffers-bakterían væri ekki aöalorsök inflúenzunnar. Þar meö er ekki sagt, að hún sé algjörlega sýkn saka, enda telja margir aö hún ráði mestu um fylgikvilla, einkum bronchopneumoni, og setji þannig sinn svip á gang sjúkdóms- ins, þótt aðrar bakteríur (pneumo- cokkar) komi stundum einnig til greina. Þar eð engin önnur baktería fannst, er orsakaö gæti inflú- enzu, féll grunur á, að hér væri ósýnilegt virus aö verki. Styrkt- ust menn í þeirri trú, er svo reynd- ist vera um svínainflúenzu og hundasjúkdóm nokkurn, sem kall- aður er distemper. En margt er líkt um þessa sjúkdóma dýránna og inflúenzu í mönnum. Rannsókn- ir í þessa átt voru miklum örðug-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.