Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 7
LÆKN ABLAQIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYIiJAVÍKUR RITSTJÓRN: JÓHANN SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 27. árg. Reykjavík 1941. 10. tbl. Handlæknisdeild Landspítalans. Yfirlæknir Próf. Guðm. Thoroddsen. Crisis thyreotoxica. Eftir ÓLAF JÓHANNSSON. Erindi flutt á læknakvöldi í Landspítalanum í október 1941. Crisis thyreotoxica kallast þaS, er thyreotoxicosis (skjaldkirtileitr- un) færist svo mjög og skyndilega í aukana, að tvisýnt verður um líf sjúklingsins. Er þar með átt við hverskonar alvarlega mögnun skjaldkirtileitrunarinnar. Ýfast þá og magnast öll • helztu einkenni sjúkdómsins, það er eins og hvessi á hann, enda nefnist þetta á ensku oft ..thyroid storm“. Þótt talið sé víst að crisis thyreo- toxica geti skollið á sjálfkrafa, þá mun þó algengast, að sjúkdómur- inn ýfist af einni eða annari orsök, svo sem skurðaðgerðum, röntgen- geislunum eða jafnvel efnaskipta- rannsóknum. Til þess geta einnig legið margvislegar aðrar ástæður, sem hvergi virðast beinlínis snerta skjaldkirtilinn sjálfan, svo sem holskurðir, aðgerðir vegna kven- sjúkdóma, prostatectomia, tonsil- lectomia og einna algengast in- fectiones, sérstaklega í öndunar- færum, t. d. influenza. Ennfremur líkamleg áreynzla, andlegir áverk- ar, slæmar fréttir og slysfarir. Af öllu þessu mætti ætla, að crisis thyreotoxica væri algeng mynd við skjaldkirtileitranir, en svo er þó ekki. Við samanburð á skýrslum lyflækna og handlækna viðsvegar frá, sést að nú á dpgum er fullt eins hætt eða jafnvel hætt- ara við crisis á undan aðgerð eins og eftir aðgerð. Þetta virðist hafa verið á annan veg áður fyr. Árið 1924 kemur Plummer með joðmeð- ferð sína. Við það hafa batahorfur eftir skurðaðgerð á skjaldkirtlin- um batnað stórum. Poll og Garlick segja frá 225 Mb. Basedow-sjúklingum, er hlutu aðgerð á árunum 1915 til 1932. 10 fengu crisis postoperativa. af þeim dóu 5, og láta þeir þess get- ið, að flestir þeirra, sem dóu, hafi verið sjúklingar frá því fyrir árið 1928. Bayley skýrir frá 123 sjúkl., sem á árunum 1915 til 1934 dóu af thyreotoxicosis. 51 þeirra dóu úr crisis thyreotoxica. áður skurðað- gerð fór fram, en 72 dóu post strumectomiam, bæði úr crisis thyreotoxica og öðrunt fylgikvill- um. 1937 segir Bansi frá 700 sjúkl. með Mb. Basedowi, 32 þeirra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.