Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 12
LÆKNAB LAÐ IÐ + Maggi Júl. Magnús yfirlæknir. 4. okt. 1886 — 30. des. 1941. Enn er skarS fyrir skildi í lækna- stétt Islands. Einn af okkur mæt- ustu mönnum og beztu félögum, Mag-gi Magnús, yfirlæknir, lézt þ. 30. des. síöastl. Hann var fæddur 4. okt. 1886 aö Klömbrum í Húna- vatnssýslu, soriur Júlíusar Hall- dórssonar héraöslæknis og lngi- bjargar konu hans. Hann gekk kornungur i Latínuskólann og út- skrifaöist þaöan voriö 1904 með 1. einkunn, þá ekki nærri fullra 18 ára. Foreldrum hans mun hafa þótt hann helzti ungur til aö hefja strax embættisnám, og hvíldi hann sig því að mestu frá framhalds- námi næsta vetur, en gekk svo á Læknaskólann í Reykjavik og tók aftur til óspilltra málanna. Lauk hann námi þaðan vorið 1910, með góðri I. einkunn. Það haust fór hann utan, til Danmerkur, og dvaldi þar viö framhaldsnám á ýmsum sjúkrahús- um fram á vorið 1913, en þá settist hann að hér í Reykjavík, sem praktiserandi læknir. Hafði hann einkum lagt stund á húö- og kyn- sjúkdómalækningar, enda varð hann síöar viðurkenndur sérfræð- ingur i þeirri grein. Var hann um tíma ráðinn af heilbrig^isstjórn- inni til þess aö veita ókey])is læknishjálp í kynsjúkdómum, en lét af þvi starfi, er hann gerðist yfirlæknir við Holdsveikraspítal- ann í Laugarnesi eftir Sæmund prófessor Bjarnhéöinsson árið 1934. Gegndi hann þvi starfi siðan til æviloka, en stundaði jafnframt lækningar í Reykjavik, einkunt i sérgrein sinni. Árið 1920 dvaldi hann um tírna bæði í Stokkhólmi og Berlin, sótti og þing húðlækna í Kaupmannahöfn 1930. Auk læknisstarfa tók Magnús ntikinn þátt í ýmsum opinberum málum og hafði sérstakan áhuga fyrir ýinsu, er að landbúnaði og ræktun landsins lýtur, svo sent fjárrækt, skógrækt o. f 1., enda var hann forntaður Fjáreigendaíélags Reykjavíkur alla tíö frá stofnun þess árið 1928, og í stjórn Skóg- ræktarfélags íslands frá stofnun þess áriö 1930. Einnig átti liann sæti i stjórn Heimilisiðnaðarfélags íslands í 12 ár og í stjórn Sam- bands íslenzkra heimilisiðnaöarfé- laga frá 1927, Hann gegndi og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.