Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 17
LÆK NA B LAÐ I Ð x55 Tannskemmdir á steinöld. Þaö munu margir ætla, aö tannskemmd- ir hafi veriö því nær engar 2000— 1000 árum fyrir Kr. f. Þo hafa fundizt í Danmiirku skemmdar tennur í 17% karla og 13% kvenna. — Ekki var þá sykri eöa finu hveiti um aö kenna. (J. Bröndsted : Dan- marks oldtid.) Tannskemmdir og sólskin. Ame- rískir læknar hafa athugað 582000 sveitabörn og fundu að tann- skemmdir minnkuðu eftir því sem sólskinsstundir voru fleiri. Á 6—8 £>ra börnum fækkaði tannskemmd- um um 7%, og var þaö hámark. — Aöeins fullorðinstennur voru at- hugaöar. — Sólskin er stopult á Norðurlöndum og þó höfðu for- feður vorir lengi eindæma góðar tennur. í sólskinslöndum er og fæði barnanna annað en í sólskins- litlum héruðum. (J.A.M.A. 16. ág. 41.) Við háþrýstingi (hypertensio) kunna menn engin ráð, sem lækki þrýstinginn verulega og til lang- frama. Meðferð hans miðar aðeins að því, að láta sjúkl. líða svo vel sem unnt er, andlega og likamlega, og til þess má nota ýms lyf (seda- tiva, lyf sem víkka æðar o. fl.). — Þetta segir einn af helztu sérfræð- ingum í U. S.: H. O. Mosenthal. (J.A.M.A. 20 apríl 40.) Hvað verður úr gáfubörnum? Það er alkunnugt að undrabörn. sem ska'ra ótrúlega fram úr á barnsaldri i einhverri grein. halda sjaldnast þessum yfirburðum, er þau ná fullorðinsaldri. Þá hefir og því verið haldiö fram, að börn, sem hafa óvenjulega miklar náms- gáfur, reynist ekki taka öðrum fram, svo verulegu nemi, þegar út í lífið kemur, aö mörg þeirra giftist ekki og að þau eignist fá börn. Hvað er svo til í þessu? Próf. L. M. Terman hóf rannsókn á þessu máli 1922 og rannsakaði þá 1300 framúrskarandi börn, með ..intelligence quotient“ 140 eða þar yfir, en þau voru valin úr % mill. skólabarna. Þess Irer þó að geta, að það voru ekki námsgáfur einar, sem komu til greina við valið. Spurt var um gáfnastig (I. Q.), skólavitnisburð, skapferli (char- acter), „personality", áhugamál, likamsbyggingu og heilsufar. Þá var og leitað upplýsinga, bæði hjá kennurum og foreldrum. Flest voru börnin ágætlega að sér í öllum námsgreinum og báru bæði líkam- lega og andlega af meðalbörnum. — Eftir 16 ár rannsakaði próf. Terman börnin á ríý. Dánartala þeirra hafði verið lægri en svaraði meðaltali og færri höfðu orðið geðveik, en sjáfsmorð svaraði til meðaltals. Af börnum þessum höfðu yí gengið i hjónaband, álíka margar stúlkur og piltar. 40% karla og 50% kvenna höfðu gifzt konum eða körlum með háskóla- menntun. Yfirleitt höfðu karl- mennirnir valið sér konur, sem voru mun gáfaðri en að meðaltali. Þau höfðu átt um 500 börn. Gáfna- stig þeirra var að meðaltali 127, og má það heita gott, en foreklr- anna var líkt og við fyrri rann- sóknina, konanna þó nokkru lægra. Þær höfðu látið sér annast um heimilisstörf. Afkoma þessa fólks var langt fyrir ofan meðaltal. Skapfesta og jafnaðargeð virtist hafa mikil á- hrif á hana. Yfirleitt hafði þessu fólki farn- ast mjög vel. (Lancet 30. nóv. '40.) G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.