Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 10
148 LÆKNABLAÐIÐ sé hætt aö gefa joö 2—3 mánuði. Yiö meðferð á crisis thyreotox- ica er joö aöallyfið, ásarnt glucose og saltvatni (fysiolog. upplausn), því að sjúkl. þorna mjög af hin- um mikla svita, háum hita, upp- sölum og stundum niðurgangi. Auk joðsins er gefið luminal og morfin eftir þörfunr. Fljótvirkast er taliö að gefa joðið ásamt glu- cose inn í æö og hvorttveggja i stórum skömmtum. Joðiö má einn- ig gefa undir húöina (300 mg. joð í 1 líter saltvatns) eða i endaþarm- inn og þá lítið eitt af opium með. Minni skammta nrá' gefa ])er os í mjólk, kakaó eða hafraseyði. Hve mikið skal gefa af joði verður að ákveða í hvert einstakt skijHi, og fer eftir því, hve heiptug crisis er. Sé sjúkl. langt leiddur, er byrj- að með því að gefa t. d. 632 mg. joö (5 ccm. sol. Lugoli) í 25—50 ccm. af 10—25% glucose inn í æö. Sé sjúklingurinn meðvitundarlaus (í coma) hefir dagskammturinn verið um og yfir 1700 mg. joð. Meðferð þessi gildir jafnt um cris- is præoperativa sem postoperativa. Joðskammturinn er lækkaðtir svo fljótt sem unnt er, en þaö fer eftir því, hvort crisis virðist létta. Joð er talið jafn mikilvægt vopn gegn crisis thyreotoxica eins og insulin við diabetes. í crisis getur einnig virzt nauð- synlegt aö gefa súrefni eða stimul- antia (strophantin, sympatol). Þá hefir stundum veriö gerð venesec- tio og þar á eftir blóðtransfusio og gefist vel. Nauösynlegt er að fylgjast vel með sjúkl. í crisis og hafa góða gát á öndun og púls. Um ástæðuna fyrir crisis thyreo- toxica er ennþá harla lítið vitað, en margar kenningar eru til um það og fer eg ekki nánar i þaö, en fróðlegt er aö geta þess, að hjá mörgum þeirra, sem dáiö hafa úr crisis tliyreotoxica hefir fundizt thymus persistens og einnig áber- andi glycogenskortur í lifrinni og degeneratio á lifrarvef. Hið eiginlega upphaf þessa er- indis er það, að hér á handlæknis- deild Landspítalans höfum við ný- lega (i lok september) haft tilfelli af crisis thyreotoxica, og ætla eg að skýra frá því í stuttu máli. Hjúkrunarnemi, 21 ára gömul, fékk í vor thyreotoxicosis eftir slæma hálsl)ólgu. Efnaskipti reyndust þá +36%. Var hún lögð inn á lyflæknisdeild Landspitalans í 1 mánuð, og þar urðu efnaskipti cölileg viö hvíld og sedativa. Síð- ustu 10 dagana af dvöl sinni þar fékk sjúkl. sol. Lugoli gtt. 10X3 :l á dag hækkandi upp i gtt. 15X3 á dag, og var i ráði aö gera aðgerð á henni rétt á eftir. Úr því varð þó ekki fyrr en sjúkl. var lögö inn á handlæknisdeildina eftir 1 y2 mán. dvöl heima. Efnaskipti höfðu haldizt eölileg og var sjúkl. því tekin til aðgerðar án frekari joð- méðferðar. Á fyrsta sólarhring eftir aðgerö- ina rýkur hitinn upp i 40,5° og púls 180, enda var þá um greini- lega crisis thyreotoxica að ræða. Var strax gefið 200 mg. joö i 25 ccm. af 20% glucose inn í æð á- samt 1 liter af saltvatni. Þar eð jietta virtist ekki valda tilætluðum bata, var þetta endurtekið nokkru síöar og þá gefið í 2 skömmtum 506 mg. joð inn í æö. Við þetta skánaöi ástand sjúkl. greinilega. A 2. sólarhring er hitinn þó aft- ur mjög hár (40,8°), púls 190 og sjúkl. töluvert óróleg. Þá vai enn á ný gefiö 380 mg. joð per os -f- saltvatn undir húð og Lum- inal 10 ctg. X3- Eftir þetta fór Iiöan sjúkl. hraðbatnandi og hún útskrifaðist á 11. degi til áfram-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.