Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 15
LÆK NAB LAÐ IÐ 153 Tannlækningar í sveitum. Tannskemmdir eru orönar svo al- gengar hér á landi sem annarsstað- ar, aö það má heita fátítt, að hitta fyrir sér fólk á fullorðins aldri, er allar tennur hafi heilar. Hitt er ekki sjaldgæft, að ungt fólk, og eink- um kvenfólk, hafi misst flestar eða allar tennurnar, og gangi siðan með gervitennur. Því að enn er það svo, að mikill hluti landsmanna á þess engan kost, að láta gera við tenn- ur sinar, og verða því að láta taka þær jafnótt og þær skemmast, til þess að fá frið fyrir tannpínunni. Það er að vísu mikill munur á því, að hafa gervitennur, eða vera tannlaus. En mest er þó um það vert, aö geta haldið sínum eigin tönnum nothæfum. Enda þótt tann- lækningarnar taki ekki fyrir orsök tannskemmdanna, hafa þær hina mestu þýðingu. Með þeim má tefja fyrir frekari skemmdum, auk þess, sem skemmda tönnin er gerð not- hæf, og komið í veg fyrir að hún verði gróðrarstía fyrir sý'kla, er síðan geti valdið margvislegum sjúkdómum og fylgikvillum. A það má og minna, hver áhrif það getur haft á vöxt kjálkans, ef tennur eru dregnar úr börnum. Þá getur og munnhirðing aldrei verið í góðu lagi, ef mikið er af skemmdum tönnum. Fyrst og fremst ber auðvitað að stefna að því, aö efla tannhreyst- ina, eftir því sem við höfum vit og getu til. með hættu mataræði; En það væri of mikil bjartsýni. að búast við skjótum árangri i þeim efnum, svo að jafnhliða því verð- um við að leggja áherzlu á það, sem flestir hafi tök á að varðveita tennurnar, þótt skemmda verði vart. Mjög eru þessu ábótavant hjá okkur, eins og kunnugt er. Tann- læknar aðeins í stærstu kaupstöð- unum, og ekki fleiri en svo, að t. d. hér í Reykjavík þarf fólk að biða vikum saman eftir því, að fá tann- viðgerð. En út um sveitir landsins er víðast, eins og áður var getið, enginn kostur tannlækninga. Þar gengur fólk með skemmdar tenn- ur, þangað til tannpína eða fylgi- kvillar gera vart við sig, og þá er eina ráðið að kippa tönninni í burtu. Til þess að bæta úr þessu vand- ræða ástandi voru lögin um tann- læknakennslu við læknadeild Há- skólans gefin út, og hefir þeirra verið getið hér í Læknablaðinu (3. tbl. 1941). Er gert ráð fyrir því, að kennslan hefjist á næsta hausti. Horfur eru því á að tannlæknum fjölgi á næstunni, og verður þá greiðari aðgangur að tannlækning- um i kaupstöðunum. E11 þess mun langt að biða að vandræðin í sveitunum leysist af sjálfu sér fyrir þessar aðgerðir einar, því að eftir reynslunni um lækna að dæma má búast við því, að tannlæknar verði tregir til þess að setjast að út um land, meðan nokkur \'on er sæmilegrar afkomu í kaupstöðunum; og þeir munu lengi geta tekið við. Héraöslæknar út um land verða að sinna mörgum læknisstörfum, sem sérfræðingar annast í kaup- stöðunum, enda eru niörg þau störf, þótt til sérgreinar teljist, ekki vandasamari en almenn læknis- störf. Aðeins hin vandasamari til- felli, er krefjast sérstakra tækja og tækni, eru þá send sérfræðing- um. Gætu héraðslæknar þá ekki einn- ig sinnt tannlækningum að ein- hverju leyti? í stærstu héruðunum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.